Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Síða 9
Framkvæmdastjórinn. „Ég hef aldrei skiliö hvers vegna umræöa um einkarekstur í heilbrigðisker-
finu er jafn viðkvæm og raun ber vitni," segir Anna Birna Jensdóttir.
önnur hús að venda. Nú hefur þetta
breyst. Nú eíga fæstir lengri en nokkrurra
mánaða bið að baki á sjúkrahúsi þó
einstaka dæmi séu um eins til tveggja
ára dvöl í biðplássi," segir Anna Birna.
Hún bendir í þessu sambandi á að í
þjónustusamingi ríkisins við Sóltún sé
kveðið á um að forgang hafi þeir sem bíða
hjúkrunarheimilisvistunar á sjúkrahúsum,
og í raun hafi 90% vistmanna komið
frá Landsspítala en 10% í gegnum
félagsþjónustu Reykjavíkurborgar. Þessir
aðilar setja fram forgangslista fyrir hjúkrun-
arrými í Sóltúni þar sem sjö einstaklingar
eru tilnefndir til hvers lauss rýmis.
„Þegar piáss hjá okkur losnar fer starfsfólk
á viðkomandi sambýli yfir listann með það
fyrir augum hverjum og hvernig plássið nýtist
best. Þar horfum við á umönnunarþörf,
hjálpartækjaþörf og hvernig viðkomandi
fellur í hópinn. Atriðin, sem horfa þarf á, eru
býsna mörg," segir Anna Birna.
Ríkið hefur sparað mikið
Þáverandiheilbrigðis-ogfjármálaráðherrar
undirrituðu samninga ríksins við Öldung
um rekstur Sóltúns vorið 2000. Við það
tilefni sagði heilbrigðisráðherra að heimilið
yrði næsta stig við sjúkrahús og ætlað
veikustu öldruðu sjúklingunum. En málið
var umdeilt.
„Heimaþjónustu við
aldraða hefur ekki
verið sinnt sem skyldi,
enda þótt flestir séu
sammála um að gefa
eigi öldruðum færi á
að dveljast sem lengst
heima.“
Andstæðingar einkaframkvæmdar á
opinberum verkefnum hafa haldið því
fram að Sóltúnsverkefnið njóti forgjafar og
ríflegri daggjalda en aðrar sambærilegar
hjúkrunarstofnanir.
Þetta segir Anna Birna að helgist nú sem
fyrrum - einvörðungu af hjúkrunarþyngd
vistmanna á Sóltúni og greiðslur skv.
þjónustusamningi taki mið af því. „Ég
hef aldrei skiiið hvers vegna umræða um
einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er jafn
viðkvæm og raun ber vitni," segir Anna
Birna sem telur miður að rekstrarforminu sé
mjög oft ruglað saman við einkavæðingu,
af leikum jafnt sem lærðum.
„Einkavæðing er sá farvegur þar sem
notandinn velur sér þjónustuaðila og greiðir
fyrir úr eigin vasa. Einkarekstur er hins vegar
verkefni sem er þannig sett upp að hið
opinbera felur einkaaðila, að undangengnu
útboði, að taka að sér samfélagslegt
verkefni. Á bak við það er skýr og mjög
nákvæmur þjónustusamningur sem fylgja
ber rétt eins og sá samningur sem við
störfum samkvæmt. Þetta á ekkert skylt
við einkavæðingu," segir Anna Birna sem
telur fyrirkomulagið hafa reynst vel. Ríkið
hafi sparað mikla fjármuni á samningnum
við Sóltún, miðað við að sjúklingar ílengist
umfram þörf á deildum Landspítala en
þaðan koma langflestir.
Heimaþjónustu ekki sinnt sem
skyldi
„Við erum eina hlutafélagið sem stendur
að rekstri hjúkrunarheimilis hér á landi. Af
eðli þess leiðir að rekstri hér er hagað eins
og hjá hverju öðru fyrirtæki, sem þarf að
ábyrgjast sínar skuldbindingar og getur
því ekki óskað eftir aukafjárveitingum,
eins og sjálfseignarstofnanir eða ríki og
sveitarfélög sem reka hjúkrunarheimili,"
segir Anna Birna sem bindur vonir við að
ríkið og sveitarfélög komi fleiri verkefnum
í einkaframkvæmd í fyllingu tímans.
„Heimaþjónustu við aldraða hefur ekki
verið sinnt sem skyldi enda þótt flestir
séu sammála um að gefa eigi öldruðum
færi á að dveijast sem lengst heima. Hér
í Reykjavík sé ég fyrir mér að fela mætti
hjúkrunarheimilunum, sem eru vítt og
breitt um borgina, þetta hiutverk. Slíkt
myndi auka og styrkja verkefni þeirra
og skapa öldruðum í viðkomandi hverfi
ákveðið bakland. Þeir gætu þá leitað til
síns hjúkrunarheimilis, t.d. eftir ráðgjöf
hjúkrunarfræðinga eða annars fagfólks,
komið þangað í félagsstarf, þjálfun og í
mat svo eitthvað sé nefnt. Þetta gæti mjög
vel átt við hér í Sóltúni. Sá mikli fjöldi eldri
borgara, sem býr hér í nágrenninu, gæti
þá sótt hingað þjónustu. í dag má segja
að heimaþjónusta við aldraða hvíli að
langmestu leyti á ættingjum viðkomandi
og gengi aldrei upp nema því aðeins
að fjölskylduböndin á íslandi eru sterk,"
segir Anna Birna.
Hún telur að í raun séu hagsmunir
aldraðra um margt fyrir borð bornir í
skipulagi heilbrigðisþjónustu. Veikist fólk
á miðjum aldri af t.d. illvígum sjúkdómum
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008
7