Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Síða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Síða 31
og skurðstofusvið og lyflækningasvið II, en lyflækningasvið I og kvennasvið komu þétt á eftir. Starfsmenn slysa- og bráðasviðs og lyflækningasviðs II fundu mest fyrir streitu og vinnuálagi og voru einnig meðal hinna lægstu varðandi starfsanda. Upplýsingamiðlun var einnig slæm á þessum sviðum en í báðum tilfellum var útkoma slysa- og bráðasviðs lökust. Það svið á Landspítala, sem kom langverst út úr könnuninni, var myndgreiningarsvið, en þar starfa ekki lengur hjúkrunarfræðingar. Þegar á heildina er Iftiö virðast vandamál slysa- og bráðasviðs hafa verið mörg og alvarleg. Lyflækningasvið I og II kepptu um þriðja sætið. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að nú sé tími til kominn að hugsa um starfsmenn Landspítala. Byggingar- og fjármál séu í farvegi en stóru verkefnin fyrir nýjan forstjóra hljóta að vera starfsmannamálin. Ef starfsmenn og sjúklingar eru settar í fyrsta sæti og starfsgleði og jákvæðni fær að ríkja munu fjármálin batna og gæðin aukast. vinna úr þessum niðurstöðum og auka ánægju starfsmanna? Að sögn Margrétar Björnsdóttur, hjúkrunarfræðings og deildarstjóra í heilbrigðisráðuneytinu, hefur Landspítali stýrt sinni innri vinnu varðandi úrvinnslu könnunarinnar og ráðuneytið hefur fylgst vel með. Ráðinn hefur verið sérstakur starfsmaður sem mun kalla eftir upplýsingum frá heilbrigðisstofnunum um hvað hefur verið gert til þess að bæta stöðuna. Heilbrigðisráðuneytið kom sjálft illa út í könnuninni hvað varðar ánægju forstöðumanna heilbrigðisstofnana með samskipti við ráðuneytið. Helmingur forstöðumanna heilbrigðisstofnana var ánægður með sín samskipti en 90% forstöðumanna stofnana á sviði skatta- og tollamála. Margrétsegirað þettaverðirætt áfram á fundum með forstöðumönnum og gripíð til aðgerða til að bæta samskipti við heilbrigðisstofnanir. Lofað var að unnið yrði úr niðurstöðum og hefur það gengið eftir. Hvað hefur verið gert? Heilbrigðisráðherra sagði á aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í maí sl. að ekki væri hægt að sætta sig við útkomu könnunar varðandi starfsánægju á Landspítala. Ekki kom fram hvernig tekið yrði á þessum málum. Ritstjóri leitaði þess vegna frétta hjá ýmsum aðilum. Hvað hefur verið gert til þess að Á skrifstofu mannauðsmála á Landspítala voru niðurstöðurnarteknar mjög alvarlega. Ef til vill grunaði menn að niðurstöður yrðu á þennan veg enda lagði Landspítali sig mikið fram um að vera með í könnuninni eins og áður sagði. Erna Einarsdóttir sviðsstjóri segir að könnunin hafi verið vel auglýst og starfsfólk hvatt til þess að taka þátt í henni. Lofað var að unnið yrði úr niðurstöðum og hefur það gengið eftir. Strax var ráðínn verkefnastjóri og niðurstöður greindar fyrir hvert svið spítalans. Skrifstofa mannauðsmála hefur kynnt niðurstöðurnar ötullega fyrir forstöðumönnum ríkisstofnana, fyrir forstjóra, sviðsstjórum og deildarstjórum og yfirlæknum. Niðurstöðurnar voru einnig kynntar á almennum starfsmannafundum á Hringbraut, í Fossvogi og á Landakoti. Svava Þorkelsdóttir, deildarstjóri á skrifstofu mannauðsmála, segir að skýrslan í heild sinni hafi verið birt á innanhúsvef Landspítala. Rætt hefur verið um niðurstöðurnar á starfsdegi stjórnenda. Efni á Stjórnendagrunni, sem er námskeið fyrir stjórnendur á LSH, hefur tekið mið af niðurstöðum könnunarinnar. Einnig hafa starfsmenn skrifstofu mannauðsmála rætt við einstök svið, farið yfir þeirra niðurstöður og reynt að skapa umræður um hvað sé til ráða. Á skrifstofu mannauðsmála var tekin ákvörðun um að taka sérstaklega fyrir fjögur atriði. Þau voru starfslýsingar, starfsmannasamtöl, mannaráðningar og einelti. Þetta síðasti atriði kom reyndar ekki verr út á Landspítala en á öðrum heilbrigðisstofnunum. Um 17% sögðust hafa orðið fyrir einelti. Hins vegar er það yfirlýst stefna Landspítala að einelti eigi ekki að líða og segir Erna að einelti ætti helst að mælast undir 1%. Þá hefur verið ráðinn verkefnastjóri sem er að að fara yfir og bæta ráðningarferlið. Skrifstofan hefur einnig staðið fyrir fræðslu um starfsmannasamtöl og endurbætt leiðbeiningar og námsefni spítalans. í kjölfar könnunarinnar hefur skipulag skrifstofu mannauðsmála verið endurskoðað. Verið er að leggja drög að starfi mannauðsráðgjafa sviða en mannauðsráðgjafar eru þegar starfandi á þremur klínískum sviðum spítalans og á skrifstofu fjárreiðna og upplýsinga. Þá hefur stuðnings- og ráðgjafarteymið verið styrkt og lagður hefur verið aukinn kraftur í áhættumat starfa, sérstaklega störf lækna. Ráðgert er að leggja fyrir nýja könnun 2009 þar sem þau fjögur atriði, sem hér hefur verið fjallað um, verða metin á ný. í könnuninni fær næsti yfirmaður góðar einkunnir á flestum sviðum. Erna segir þó að hlúa þurfi betur að stjórnendum, l Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008 29

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.