Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Page 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Page 34
Margrét Guðmundsdóttir, mgumm@internet.is SAGA HJÚKRUNAR Á ÍSLANDI V VINÁTTA YFIR LANDAMÆRI w&irxi % imi ■ / -- SSN-þing í Bergen 1928. íslenskir þátttakendur voru Sigriður Eírfksdóttir (1. röð lengst til vinstri), Kristín Thoroddsen (3. röð fyrir miðju) og Magdalena Guðjónsdóttir (efstu röð, önnur til vinstri). Á afmælisárinu 2009 mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gefa út bók um sögu hjúkrunar á íslandi. Nánar verður fjallað um bókina í næsta tölublaði. Hér verður birt brot úr kafla sem fjallar um samband Félags íslenskra hjúkrunarkvenna við erlendar hjúkrunarkonur og félög þeirra og sjónum beint að persónulegum tengslum. Félag íslenskra hjúkrunarkvenna leitaði snemma eftir samvinnu við erlendar starfssystur. í upphafi sóttustforystukonur félagsins fyrst og fremst eftir samstarfi við norrænu systurfélögin, einkum í Danmörku og Noregi. Á millistríðsárunum komust þau samskipti í fastar skorður en tengsl við hjúkrunarkonur utan Norðurlanda voru lítil þar til í lok fjórða áratugarins. Leiðtogar hjúkrunarkvenna á Norður- löndum höfðu regluleg samskipti og ánægjuleg kunningjatengsl ríktu innan hópsins. Þau þróuðust með árunum í nána vináttu milli þeirra sem störfuðu mest 32 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.