Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Page 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Page 35
Merki norrænu hjúkrunarfélaganna voru birt á forsíðu Hjúkrunarkvennablaðsins í sambandi við sjötta mót i norræna hjúkrunarkvenna sem var haldið í Reykjavík íjúlí 1939. í Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum. Sigríður Eiríksdóttir var lengi eini fulltrúinn frá íslandi sem sótti fundi samtakanna. Á fjórða áratugnum var hún leyst af hólmi þegar hún lagðist á sæng en fram að því hafði Sigríður sótt flesta þá erlendu fundi sem stjórn Félags íslenskra hjúkrunarkvenna taldi nauðsynlegt að taka þátt í. Norrænu forystukonurnar tóku sérstöku ástfóstri við börn Sigríðar Eiríksdóttur. Þær dönsku fögnuðu sérstaklega þegar hún eignaðist soninn Þorvald skömmu fyrir jólin 1931. Jessen, ritari Félags danskra hjúkrunarkvenna, sendi Sigríði hamingjuóskir. Ritarinn taldi fæðingu drengsins „áhugaverð" tímamót því hann væri fyrsti herrann í Samvinnu norrænna hjúkrunarkvenna (FÍH B/2 1. Bréf Jessen, dags. 21. apríl 1932). Charlotte Munck, formaður samtakanna, tók í svipaðan streng og eignaði sér og öðrum stjórnarkonum hlutdeild í drengnum þegar hún sendi Sigríði árnaðaróskir með „annað samvinnubarnið'1 (FÍH B/2 1. Bréf Munch, dags. 28. júní 1932). Frændsysturnar á Norðurlöndum fylgdust af einlægum áhuga með vexti og þroska þeirra Vigdísar og Þorvaldar. Þær skiluðu jafnan kveðjum til systkinanna í bréfum og óskuðu sérstaklega eftir fréttum af smáfólkinu. Bertha Wellin, þingkona í Svíþjóð og helsti leiðtogi þarlendra hjúkrunarkvenna, hafði Ijósmynd af Vigdísi á skrifborði sínu og hrósaði móðurinni fyrir þá gleði sem lýsti af meyjunni ungu (FÍH B/2 2. Bréf Wellin, dags. 5. maí 1933 og 8. október 1931). í uppeldi barna sinna lagði Sigríður HVER ER ÞÍN STÆRSTA MINNING ÚR STARFINU? Lumar þú á góðri sögu úr starfinu? Sem hjúkrunarfræðingur hefur þú margsinnis verið þátttakandi á örlagastundu samstarfsmanna, skjólstæðinga eða aðstandenda þeirra. Þú hefur fundið fyrir tilfinningum eins og sorg og gleði, von og varnarleysi. Slíkar mikilvægar minningar eru sjaldan settar á prent en eru hluti af sögu og samféiagi okkar hjúkrunarfræðinga. í tilefni 90 ára afmælis félagasamtaka hjúkrunarfræðinga á næsta ári hefur afmælisnefnd hug á að gefa út bók með minningum hjúkrunarfræðinga á formi örsagna. Örsaga er stutt frásögn af augnabliki úr hjúkrunarstarfinu. Hún getur verið allt frá 100 orðum upp í 500 orð. En til þess að þessi bók verði að veruleika þurfa félagsmenn að senda inn sögur. Þær geta verið gamlar eða nýjar. Ef þú hefur hugmynd að örsögu en átt erfitt með að koma henni á prent getur þú haft samband við ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga. Einnig er hægt að benda á eldri sögur sem hafa verið birtar annars staðar. Nokkrar bækur með sögum úr hjúkrunarstarfinu hafa verið gefnar út á öðrum tungumálum. Nefna má „Chicken Soup for the Nurse’s Soul“ sem kynnt er á öðrum stað í þessu blaði og „IND I FAGET - Sygeplejersker fortæller" sem Dansk sygeplejerád gaf út í ár. Þá gaf hjúkrunarráð á Landspítala árið 2000 út lítið hefti með dagbókarfærslum 18 hjúkrunarfræðinga sem hét „Dagbók - dagur við hjúkrun". Ágætt getur verið að leita innblásturs í þessum bókum. Sögur sendist til Aðalbjargar Finnbogadóttur, starfsmans afmælisnefndar, á póstfangið adalbjorg@hjukrun.is fyrir 1. janúar 2009. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008 33

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.