Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Page 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Page 41
Vesturlandabúa, neysla á orkuríkum mat og drykk sé síðan örvæntingarfull tilraun til þess að halda sér gangandí. Getum við átt von á því að eiga langt líf án sjúkdómabyrðar? Það er mikið hagsmunamál að finna leiðir tíl þess að snúa núverandi þróun við þannig að ellin verði ekki tími sjúkdóma og fötlunar vegna lífshátta okkar í dag. Það er framtíðarsýn þeirra sem starfa við lýðheilsu að draga megi úr tíðni sjúkdóma þannig að við getum notið lífsins til æviloka án þess að heyja baráttu við langvinna sjúkdóma í ellinni. Allt of margir ungir deyja vegna neyslu alkóhóls Óhófleg neysla alkóhóls er líkt og offita einnig vaxandi vandamál í heiminum. Það er áhyggjuefni að neysla alkóhóls hefur farið sívaxandi í norður Evrópu undanfarin ár. Ungt fólk er orðið miðpunktur markaðssetningar á alkóhóli. Á íslandi hafa áfengisauglýsingar, þó bannaðar séu, komist að í nánast öllum fjölmiðlum landsins. Þegar erum við farin að sjá afleiðingarnar en í Evrópu má rekja 1 af hverjum 4 dauðsföllum meðal karlmanna á aldrinum 15 til 29 til neyslu alkóhóls. Ofbeldisglæpir, slys og ýmis félagslegur vandi er gjarnan fylgifiskur áfengisneyslu sem leggst hart á samfélagið en ekki síst á fjölskyldur og vini. Neysla á áfengi á íslandi hefur aukist en þó hefur aukningin ekki verið í takt við hin Evrópulöndin, því megum við þakka takmörkuðu aðgengi að alkóhóli. Frumvarp um að leyfa sölu léttvíns í matvöruverslunum er vanhugsað og illa ígrundað og aðeins til þess fallið að auka neyslu þeirra sem síst mega við því og auka á heilbrigðisvanda þjóðarinnar. FRÉTTAPUNKTUR Ráðstefna WENR í ár var haldin 2.-5. september að loknum fundi samtakanna og fjallaði hún um hjúkrun sjúklinga með langvarandi sjúkdóma. Fjöldi íslenskra fyrirlesara var á ráðstefnunni og kynntu þeir rannsóknir sínar tengdar þessu efni. Ráðstefna samtakanna var haldin á íslandi árið 2000 og er hún stærsta alþjóðlega ráðstefna í hjúkrun sem haldin hefur verið hér á landi. Aðrir fræðimenn í stjórn WENR eru dr. Vilma Zydsuinaité frá Litháen, dr. Myriam Crijns frá Hollandi, dr. Elisabeth Rappold frá Austurríki og dr. Athena Kalokerinou- Anagnostopoulou frá Grikklandi. „Frumvarp um að leyfa sölu léttvíns í matvöruverslunum er vanhugsað og illa ígrundað." Félagslegi heilsukvarðinn Eitt af helstu áhyggjuefnum lýðheilsufræðinga er hvernig heilsa fólks virðist bundin af menntun og fjárhag. Meira að segja í samfélögum, sem státa af góðu heilbrigðis-, mennta- og félagskerfi, má finna mikinn mun á heilsu og lífslíkum einstaklinganna. Sem dæmi má nefna að 12 ára munur er á meðallífslíkum karla innan Óslóar eftir þjóðfélagsstöðu þeirra. Félagslegi heilsukvarðinn finnst alls staðar, bara misáberandi. Undanfarin ár hefur þessi munur aukist. Hvað veldur því að efnalitlir einstaklingar reykja frekar, drekka meira, neyta óhollari fæðu og finna til meiri streitu en þeir sem eru efnameiri? Þessum spurningum er ekki auðsvarað en ef okkur á að takast að efla heilsu þjóðarinnar verðum við að skoða rót vandans. Með þessum vangaveltum vonast ég til að skapa umræður um gildi forvarna. Hjúkrunarfræðingar sinna veigamiklu hlutverki í forvörnum en ég hef þá trú að við getum lagt enn meiri áherslu á forvarnir, skipulagningu forvarna og rannsóknir á áhrifum forvarna en mikill skortur er á slíkum rannsóknum í dag. Ég skora á Sesselju Friðþjófsdóttur gjörgæsluhjúkrunarfræðing að skrifa næsta þankastrik. Arnór L. Pálsson ísleifurjönsson Fnmann Andrésson Svafar Magnússon framkvæmdastjóri útfararstjóri útfararþjónusta útfararþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Onnums/ aíía þceili úijararinnai- ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008 39

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.