Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Síða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Síða 46
Lovísa Baldursdóttir, lovisaba@landspitali.is og Þorsteinn Jónsson, thorsj@hi.is GJÖRGÆSLUÁLIT Mat og inngrip án tafar: Aukið öryggi sjúklinga! í þessari grein er skýrt frá bakgrunni og framkvæmd verklags á Landspítala sem kallað er gjörgæsluálit - mat og inngrip án tafar. Tilgangur gjörgæsluálits er að efla öryggi og bæta þjónustu við alvarlega veika sjúklinga á legudeildum spítalans. Sextíu og fimm ára karlmaður leggst inn á sjúkrahús vegna kviðverkja. Fyrrí heilsufarssaga: Miltistaka eftir vélhjólaslys fyrir 20 árum og aðgerð í kviðarholi fyrir tveimur árum. Segir ekki annað ama að sér. Lífsmörk við innlögn: Bþ 100/53, P 105/mín, Ö 32/mín, hiti 36,3° (munnmæling), mettun 95% á 3 I af súrefni í nös. Hjúkrunarfræðingur með árs starfsreynsiu tekur við sjúklingi á legudeild, er að auki með fimm aðra sjúklinga á deildinni. Að kvöldi innlagnardags á sjúklingur erfiðara með öndun. Lungna- og hjartahlustun er eðlileg. Lífsmörk: Bþ 90/50, P 110/mín, hiti 36,0° og mettun 92% á 6 I í nös. Kviður er ekki þaninn en dreifð eymsli um allan kvið, ekki sleppieymsli, ekki fyrirferð né óeðlilegur æðasláttur (pulsation) og engin garnahljóð heyrast. Stuttu síðar kastar sjúklingurinn upp. Honum er gefinn vökvi og verkjalyf. Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnir aðstandandi að sjúklingurinn sé mjög ólíkur sjálfum sér. Lífsmörk: Bþ 95/45, P 115/mín, Ö > 40/mín, hiti 35,7° og það hryglir í sjúklingnum við hlustun. Dreifðar íferðir sjást á lungnamynd og í kjölfaríð er sjúklingurinn settur á sýklalyf. Morguninn eftir er vökvajafnvægi sjúklings metið og er þvagútskilnaður lítill eða 20 ml síðustu þrjár klukkustundir. Lífsmörk: Bþ 75/40, P 135/mín, hiti 39°, Ö42/mín, mettun 89%> á 121 í maska. Sjúklingur er fjarrænn og með minnkaða meðvitund. Sjúklingur er sendur í sneiðmynd, þar blánar hann skyndilega og hættir að anda. í kjölfarið er hann barkaþræddur og fluttur á gjörgæsludeild með svæsna sýklasótt. Lovísa Baldursdóttir, hjúkrunar- fræðingur, MS og sérfræðingur í hjúkrun. Þorsteinn Jónsson, hjúkrunar- fræðingur, MS og aðjunkt í bráða- og gjörgæsluhjúkrun við hjúkrunar- fræðideild HÍ. 44 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.