Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Síða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Síða 55
LÝST EFTIR HJÚKRUNARMINJUM Bergdís Kristjánsdóttir vill koma á framfæri við alla hjúkrunarfræðinga að hún tekur gjarnan á móti ábendingum um hjúkrunarminjar. Lesendur, sem hafa séð þennan furðugrip í notkun, eru beðnir um að hafa samband við Bergdísi. Hugsanlega er þetta þvagsöfnunarpoki fyrir karla. Bergdís geymir munina í bílskúr hjá sér. Það hefur lengi staðið til að finna geymsluhúsnæði en hefur ekki tekist enn. Hugsanlega er nú að losna húsnæði nálægt skrifstofum FÍH á Suðurlandsbraut. „Ég er að vonast til að geta losað úr ^ bílskúrnum nú í vetur. Við erum með hús á pallbílnum sem við höfum ekki getað sett inn í nokkur ár vegna þess að safnmunirnir taka mikið pláss," segir Bergdís. Ef þú fengir að ráða alveg hvernig hjúkrunarminjasafn væri uppbyggt, hvernig myndir þú vilja hafa það? „Ég hefði viljað að við færum í samstarf við aðra heilbrigðisstarfsmenn, bæði lækna og alla þá sem vildu vera með. Til dæmis er lyfjafræðisafnið orðið mjög skemmtilegt. Það er staðsett í Nesstofu við hliðina á læknisfræðisafninu. Þegar nýi spítalinn er tilbúinn myndi ég vilja að gamia Landspítalabyggingin yrði gerð að safni. Þá væri hægt að setja upp gamla lyfjaverslun, sjúkrastofu og skurðstofur. Þetta væri mikil fjársjóður fyrir nema. Aðgengi væri svo frábært fyrir nemendur og fyrir gesti og gangandi, nálægt háskólanum. En nú hefur verið ákveðið að byggja safn á Seltjarnarnesi þannig að þetta kemur sjálfsagt ekki til greina." Ritstjóri komst að því að Seltjarnarnesbær hefur tekið að sér að sjá um gömiu Nesstofu og ætlar að byggja nýja byggingu á staðnum í samvinnu við læknafélögin, Þjóðminjasafnið og fleiri aðila. Þessir aðilar hafa saman stofnað félag um Lækningaminjasafn fslands og ráðið safnstjóra. Félag ísienskra hjúkrunarfræðinga hefur ítrekað óskað eftir samstarfi við þessa aðila um að taka þátt í uppbyggingu þessarar nýju Nesstofu. Nýlega virðist hafa komist hreyfing á þessar viðræður en allt gengur þetta hægt. „Mér finnst ekki koma til greina að byggja sér safn fyrir hjúkrunarfræðiminjar," segir Bergdís, „það er allt of dýrt í litlu landi. Svo eru það um margt sömu hlutirnir sem fleiri stéttir eru með. Danskir hjúkrunarfræðingar hafa verið mjög duglegir en það tók þá 9-10 ár að koma upp safni. Við eigum að vera dugleg að safna minjum og setja upp smásýningar eins og væri hægt að gera á næsta ári í tengslum við 90 ára afmæli félagsins." En til framtíðar vill Bergdís sjá sameinað heilþrigðisminjasafn. FRÉTTAPUNKTUR I vetur mun ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga bjóða upp á leshring fyrir væntanlega höfunda. Fundir verða á > miðvikudagskvöldum og hefjast 22. október. Á fundunum verða ræddar greinar og bækur um ritsmíðar, rýnt ^ Frá námskeiði um að skrifa grein og koma fram í fjölmiðlum sem haldið var í Endurmenntun Háskóla íslands 4. apríl 2008. í misgóð dæmi og hjálpast að við að bæta handrit þátttakenda. Góðir gestir munu halda stutt erindi um ritsmíðar. Einnig verður farið yfir ritstjórnarferlið frá handriti að grein í blaðinu. Allir félagsmenn eru velkomnir - það er ekki nauðsynlegt að koma með handrit. Best er að gera boð á undan sér í síma 540 6405 eða með tölvupósti á christer@hjukrun.is. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008 53

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.