Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Síða 8

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Síða 8
sem t.a.m. er maður selur eign sína . . .“ Samkvæmt þessu hefur ágóði af eigna- sölu ekki verið talinn falla undir hug- takið tekjur. í áliti milliþinganefndar 1907 er hins vegar gert ráð fyrir þ\'í, að ágóði við sölu á eign, sem vaxið hefur í verði án til- kostnaðar af hálfu eiganda, teljist til skattskyldra tekna. Segir í áliti nefndar- innar, að á undanförnum árum hafi það ekki sjaldan borið við, að þeir, sem eign- ast hafi lóðir í kaupstöðum fyrr lítið eða ekkert, hafi síðan selt þær fyrir hátt verð. Líkt sé um fossa og fleira. Þegar svo standi á, mæli öll sanngirni með því, að ríflegum skatti sé svarað af jafnauð- fengnum gróða.* Árið 1913 lagði stjórnin fram frum- varp til laga um tekjuskatt. Frum- varpið, sem ekki náði fram að ganga, var að mestu leyti byggt á tillögum milli- þinganefndarinnar frá 1907, en ákvæð- inu um söluágóða hafði verið breytt. Ákvæðið var nú á þá leið, að skatt- skyldur skyldi talinn ágóði við sölu á eign, enda þótt salan félli ekki undir at- vinnurekstur skattgreiðanda, ef ætla mátti, að hann hefði keypt eignina eða öðlast hana á annan hátt í því skyni að selja hana aftur með ágóða eða hún hefði ekki verið lengur í eigu hans en 3 ár. Um ástæður fyrir þessari breytingu *Álit milliþinganefndar, er skipuS var með konungsúrskurði 2. desember 1907 til þess að endurskoða skattalög lands- ins. Reykjavík 1908, bls. 45. frá 1907-tillögunum segir í athugasemd- um við frumvarpið, að ekki sé rétt að leggja tekjuskatt á verðhækkun yfirleitt, vegna þess að það væri ranglátt gagn- vart seljanda, sem greiða þyrfti skattinn á einu ári. Hins vegar gæti verið rétt- mætt að leggja sérstakan skatt á slíka verðhækkun, verðhækkunarskatt, sem greiddist árlega af eigninni sjálfri í hvers höndum sem hún væri, og hvort sem hún væri seld eða kyrr í eigu sama manns. Ekki voru þó gerðar tillögur um slíkan verðhækkunarskatt. Þá segir ennfremur í athugasemdum að ástæðurnar fyrir hinni breyttu mynd ákvæðisins um söluágóða séu þær, að full ástæða sé til þess að leggja tekjuskatt á spekulationssölu (hér eftir oft nefnd gróðaskynssala), sem sé sama eðlis og atvinna og á- vallt framkvæmd til að afla tekna. Hins vegar sé erfitt að gera grein- armun á því, hvenær bæri að skoða sölu sem spekulationssölu og hvenær ekki. Síð- an segir orðrétt: „En fram úr þeim vanda virðist heppilega ráðið með þeirri reglu, sem norska skattanefndin frá 1904 hefur stungið upp á, að láta skattinn koma niður á sölu allra þeirra eigna, sem seldar eru skömmu eftir að þær eru komnar í eigu seljanda, og hefur sú regla því verið tekin hér upp. Með því móti munu flestar spekulationsölur komast undir skattinn, og þó ekki væri um slíka sölu að ræða, gerði minna til þótt skatt- ur væri greiddur, þegar verðhækkunin er alveg nýtilkomin.“* *Alþingistíðindi 1913 A, bls. 210 og 217. 6

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.