Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Síða 16

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Síða 16
embættismannanefndinni að gera tillögu til breytingar á ákvæðum laga um tekju- skatt og eignarskatt varðandi skatta ein- staklinga. Nefndin skilaði skýrslu til fjár- málaráðherra þann 5. desember 1970. Nefndin gerði tillögu um, að ágóði af sölu ófyrnanlegra fasteigna yrði aldrei að fullu skattfrjáls, en að fullu skattskyldur, ef selt væri innan 3ja ára eignarhalds- tíma, en þetta voru sömu rgelur og nefndin hafði lagt til að giltu um sölu- hagnað fyrnanlegra fasteigna. Um íbúð- arhúsnæði skyldu gilda mismunandi regl- ur eftir því hvort um væri að ræða eign á íbúðarhúsi til útleigu, eða skattþegn ætti íbúðarhúsnæði, sem hann notaði fyr- ir sig og fjölskyldu sína. Um hina fvrri tegund íbúðarhúsnæðis skyldu gilda sömu reglur og um fasteignir, sem fyrndar væru í atvinnurekstri. Um hinar síðargreindu eignir gerði nefndin ráð fyrir því, að á- góði af sölu íbúðar, sem maður notaði fyrir sig og fjölskyldu sína og allt að jafndíru íbúðarliúsnæði að fasteignamali í sömu fasteign, yrði að fullu skattskyld- ur. et' selt vær: innan 3ja ára frá því að húsnæðið varð íbúðarhæft, en skattfrjálst, ef selt væri eftir þann tíma. Eignarhalds- tíminn var þannig styttur úr 5 í 3 ár, en þar á móti kom, að samkvæmt tillögum nefndarinnar átti að afnema undanþág- una frá skattskyldu, ef keypt væri eða byggt aftur innan ákveðins tíma frá sölu* í frumvarpi því, sem stjórnin lagði fyr- *Skattlaganefnd: Drög aS skýrslu til f jár- málaráðherra, dags. 5.12. 1970, bls. 32- 33. ir Alþingi 1970/1971, var að öllu veru- legu leyti byggt á tillögum embættis- mannanefndarinnar. Grundvallarreglan samkvæmt frumvarpinu var sú, að á- góði af sölu eigna væri skattskyldur. Að því er varðaði ágóða af sölu fast- eigna, var gert ráð fyrir fullri skatt- skyldu. Frá þessu var gerð undantekning um íbúðarhúsnæði, sem eigandi byggi í sjálfur ásamt með nokkurri viðbót íbúð- arhúsnæðis í sama húsi eða í öðru húsi, en ágóði af sölu slíks húsnæðis skyldi vera skattskyldur að fullu innan 3ja ára, en skattfrjáls eftir það. Ágóðinn skyldi leggj- ast við almennar skattskyldar tekjur skattþegns og hlýta sömu meðferð og þær. Hugmyndin um lækkandi skattskyld- an ágóða eftir lengri eignarhaldstíma var rökstudd með því, að hluti slíks hagnað- ar væri verðbólguhagnaður.* Tillögurnar um skattlagningu ágóða við sölu íbúðarhúsnæðis minna á reglurn- ar í dönsku lögunum um sérstakan tekju- skatt, en samkvæmt þeim telst ágóði af sölu eins- og tveggjafjölskylduhúsa og eigendaíbúða ekki til tekna, ef eigandinn eða fjölskylda hans hafa búið í húsinu eða íbúðinni í að minnsta kosti 2 ár af þeim tíma, sem hann hefur átt húsnæðið. Svo sem tillögur þessar bera með sér miðuðu þær að allmikilli víkkun tekju- hugtaksins, þar eð meginreglan skyldi vera sú, að söluágóði fasteigna væri skatt- skyldur og fjórðungur ágóðans væri allt- af skattskyldur, nema þegar um væri að ræða nánar tilgreint íbúðarhúsnæði. í sömu átt horfir tillagan um niðurfellingu *Alþingistíðindi 1970 A, bls. 1285-1313. 14

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.