Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Page 18

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Page 18
unum frá 1954 og síðari lögum, þar sem hún tekur eingöngu til íbúðarhúsnæðis, en gilti áður um fasteignir almennt. Svo sem greinir hér að ofan var felld niður flokkun íbúðarhúsnæðis í útleigt íbúðarhúsnæði og íbúðarhúsnæði, sem eigandi notar sjálfur ásamt fjölskyldu sinni. Þetta virðist hafa það í för með sér, að 3ja ára reglan og undanþágan nái til alls íbúðarhúsnæðis, þar sem skil- greiningin, sem áður var á hugtakinu íbúðarhúsnæði í 1. mgr. E. liðs 15. grein- ar laga nr. 68/1971, hefur nú verið felld úr lögunum. Tillögurnar, sem fólu í sér talsverða víkkun tekjuhugtaksins breyttust þannig verulega í meðförum þingsins. Nær allar breytingarnar, sem þingið samþykkti, miða að þrengingu tekjuhugtaksins að því er fasteignir varðar, þannig að segja má, að reglurnar um skattlagningu söluágóða fasteigna séu hagstæðari skatt])egnum, en þær voru samkvæmt lögunum frá 1921, sem er næsta óvenjuleg þróun, ef miðað er við þróunina í nágrannalöndum okkar. 5. GRÓÐASKYNSREGLAN OG ATVTNNUREKSTRARREGLAN í DÓMAFRAMKVÆMD 5.1. Tnngangur Samkvæmt dönskum skattarétti — og áður íslenzkum — er um gróðasjónar- mið (spekulation) að ræða, þegar salan fer fram í gróðaskyni (spekulationsöje- med). Það, sem ræður úrslitum um skattlagninguna, er þess vegna sú spurn- ing, hvort viðkomandi eignar hefur verið aflað í því skyni að afla gróða við sölu hennar. I Danmörku er hin skattalega niðurstaða sú sama, hvort sem um er að ræða sköttun samkvæmt gróðaskyns- reglunni eða atvinnurekstrareglunni, sam- anber hinsvegar mismunandi meðferð taps í íslenzkum skattarétti. Þegar um verzlun er að ræða, snýst hún einnig um það, að festa kaup á einhverju til þess að selja það aftur með hagnaði. Þegar um er að ræða kaup og sölu á hlutum, sem viðkomandi hefur atvinnu af að selja, er talað um verzlun, atvinnu eða at- vinnustarfsemi. Þegar um er að ræða hluti, sem viðkomandi hefur ekki atvinnu af því að selja, er talað um sölu í gróða- skvni.* í Danmörku er til fjöldinn allur af dómum og úrskurðum stjórnvalda um skattlagningu ágóða af gróðaskynssölu. Gróðaskynsreglan er mjög erfið í fram- kvæmd, vegna þess að hún felur það í sér að taka verður afstöðu til hinnar hug- lægu afstöðu aðila, þegar hinnar seldu eignar er aflað. Þegar dómstólarnir fjalla um sölu í atvinnuskyni, verða þeir í fyrsta lagi að taka afstöðu til þess, hvort viðkomandi skattþegn hefur það að atvinnu að verzla með fasteignir fyrir eigin reikning. Ef svo er verða þeir þar að auki að taka afstöðu til þess, hvort hin einstaka sala hefur farið fram sem eðlilegur þáttur í atvinnu- starfseminni. Ef það er einnig tilfellið, er hægt að slá því föstu, að um atvinnu- rekstrarsölu er að ræða, án þess að dóm- *C. Helkett: Opgörelse af den skatte- pligtige indkomst. 11. útgáfa. Kbh. 1974, bls. 485. 16

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.