Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Qupperneq 25
hagnaður af þessum eignum félli ekki
undir skattskyldar tekjur A.
í máli þessu byggja skattyfirvöld ekki
á atvinnurekstrarreglunni, sem ef til vill
hefði verið eðlilegast, heldur benda þau á
það, að atvinna lögmannsins sé eitt þeirra
atriða, sem bent gæti til gróðaskyns hans.
Þau benda einnig á ýmis önnur atriði,
sem veitt gætu óbeina sönnun fyrir ágóða-
tilgangi hans, þ.e. að A hefði ekki þurft
á eignunum að halda og að hann væri
kunnur að eignakaupum í ágóðaskyni,
sbr. þau hlutlægu kennimerki, sem nefnd
eru í 15. grein reglugerðar nr. 245/1963.
Varðandi landspilduna slær hæstiréttur
því föstu, að eigin not A útiloki gróða-
skyn. Um íbúðirnar er skýrsla A lögð til
grundvallar, þrátt fyrir þau atriði, sem
skattyfirvöld benda á; þau nægja ekki til
þess að sönnunarbyrðin færist yfir á A.
Það er því alveg Ijóst samkvæmt þessum
dómi, að sönnunarbyrðin um gróðaskyn
hvíldi á skattyfirvöldum.
f úrskurði ríkisskattanefndar nr. 319
frá 1963 er að finna eitt af fáum dæm-
um þess, að söluágóði fasteignar hafi
verið úrskurðaður skattskyldur á grund-
velli gróðaskynsreglunnar. Þar var samt
um að ræða útleiguhúsnæði, en það sem
réði úrslitum í því máli, var viðurkenn-
ing skattþegnsins á því, að hann hefði
keypt eignina í því skyni að selja hana
aftur með hagnaði. Einnig má nefna úrsk.
rskn. nr. 428/1964, sem síðar verður rak-
inn.
Svo sem áður er að vikið, var gróða-
skynsreglan felld úr skattlögum með nú-
gildandi tekjuskattslögum nr. 68/1971.
Málalokin í ofangreindum hæstaréttar-
dómi og í hrd. í 39. bindi 1968, bls. 318,
sem síðar verður rakinn, hafa sjálfsagt
átt sinn þátt í því að sú regla var felld
niður.
6. UNDANÞÁGAN í 2. MÁLSGREIN
E. LIÐS 7. GREINAR TEKJU-
SKATTSLAGANNA
6.1. Inngangur
Svo sem að framan greinir, gilti sú
undanþága samkvæmt 2. mgr. e. liðs 7.
greinar tekjuskattslaganna frá 1954, að
söluhagnaður fasteignar, sem seld var inn-
an 5 ára frá því að hennar var aflað,
var ekki skattskyldur, ef keypt var önn-
ur fasteign eða byggt nýtt hús innan á-
kveðins tíma, sem var jafnt eða hærra að
fasteignamati en hið selda.
í þessu sambandi voru aðallega
hafðir í huga menn, sem voru að koma
sér upp íbúðarhúsnæði og fjárfestu fyrst
í litlu húsnæði, en keyptu sér eða byggðu
stærra eftir því sem efni leyfðu og fjöl-
skyldan stækkaði. Samsvarandi undan-
þága fannst ekki (og finnst ekki) í danskri
skattalöggjöf og með þessari breytingu
1954 fjarlægðist danskur og íslenzkur
skattaréttur að þessu leyti. Flestir íslenzk-
ir úrskurðir og dómar um söluágóða fast-
eigna eftir þennan tíma snúast um fram-
kvæmd og skýringar á þessari undan-
þágu, sem að ýmsu leyti var óljós.
Skýringuna á þessari mismunandi þró-
un íslenzks og dansks skattaréttar má ef
til vill finna í hinni óliku húsnæðismála-
stefnu landanna. Þróunin á íslandi verð-
23