Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Side 28

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Side 28
sína, en alls ekki í sérstöku hagnaðar- skyni. Hæstiréttur segir, að skýrslu K um þetta ejni llefði ekki verið hnekkt, og þar sem ekki yrði talið, að hér hefði verið um atvinnurekstur að rœða, væri umrœddur söluhagnaður af sölu íbúð- anna ekki skattskyldur, sbr. 2. mgr. E. liðs 7. gr. tskl. Skattyfirvöld byggja hér á hinum hlut- lægu kennimörkum, sem upp eru talin í 15. gr. reglug. nr. 245/1963, þ.e. að skatt- þegn sé spekrilant, þegar hann er kunnur að eignakaupum í ágóðaskyni. Vilji þau í því sambandi leggja til grundvallar fer- il hans fyrir og eftir viðkomandi kaup og sölur. Hæstiréttur byggir hins vegar á því, að bein sönnun fyrir gróðaskynsá- setningi skattþegns hvíli á skattyfirvöld- um, og á meðan hún liggi ekki fyrir, verði að leggja skýrslu skattþegns til grundvallar. Það skiptir einnig máli, að K bjó í öllum þeim íbúðum, sem um er að ræða. Frá því að undanþágan var lögfest 1954, beittu skattyfirvöld henni á þann veg, að með orðinu fasteign væri í 2. mgr. E. liðs 7. greinar tskl. eingöngu átt við íbúðarhúsnæði. Þessari framkvæmd skattyfirvalda var kollvarpað með hœstaréttardómi í 40. bindi 1969, bls. 145. Þar var um að rœða trésmið- inn T, sem reisti ásamt öðrum manni, K, þriggja hœða iðnaðarhús, en í því var ætlunin að þeir rœkju saman tré- smíðaverkstœði. Þeir hófu bygginguna árið 1961, en á árinu 1964 lézt félagi T, og ákvað T þá í samráði við ekkju K, að selja húsið, sem enn var í smíð- um. í júlí 1965 var 1. hœð hússins seld með ágóða og í apríl 1966 festi T kaup á íbúð í fjölbýlishúsi, sem liann lók í notkun 1. október sama ár. Skattyfirvöld skattlögðu söluhagnað- inn af sölu 1. liæðarinnar, en sala ann- arrar og þriðju hæðar fór fram á árinu 1966 og koma þær sölur ekki inn í málið. Skattyfirvöld héldu því fram, að söluandvirðinu af sölu fyrstu liœð- ar iðnaðarhússins hefði verið varið til að byggja upp aðra og þriðju hœð í sama liúsi, en ekki til íbúðarkaupanna, sem fjártnögnuð liefðu verið með lán- um meðal annars. Undanþáguákvœði 2. mgr. E. liðs ætti einungis við um íbúðir en ekki sölu á iðnaðarhúsnœði og kaup á íbúðarhúsnœði. Undanþág- an vœri einnig miðuð við, að seld væri heil fasteign en ekki liluti fasteignar. Loks héldu skattyfirvöld því fram, að undanþáguheimildin væri undantekn- ing frá þeirri aðalreglu, að söluhagnað- ur af fasteign, sem verið hafði skem- ur eti 5 ár í eigu skattþegns, væri skattskyldur og yrði því að skýra hana þröngt. Því var haldið fram af T, að ekki væri lieimilt að þrengja hugtakið fast- eign og skýra það á þann veg, að það œtti aðeins við um íbúðarhúsnœði. Ekki væri það lieldur skilyrði skv. lög- unum, að andvirði hins selda yrði að ganga beint til kaupa á viðkomandi fasteign; það skipti ekki máli, hvort peningarnir vœru geymdir og ávaxt- aðtr með því að leggja þá í banka- 26

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.