Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Síða 29

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Síða 29
stofnanir, verðbréf, lausafé, fasteignir eða fasteignaliluta eða önnur algeng verðmœti, ef aðeins þeir vœru innan tilskilins tíma lagðir í kaup á annarri fasteign eða byggingu húss. T hefði varið söluhagnaðinum til kaupa á íbúð, og þar sem sú íbúð vœri að fasteignamati hœrri en fyrsta hœð hins selda íbúðarliúsnœðis, vœri salan skattfrjáls. Héraðsdómur sýknaði T á þeim grundvelli, að ekki mætti skýra hug- takið fasteign þröngt, og ekki skipti máli, hvort seldur væri hluti fasteign- ar eða heil fasteign; salan félli þann- ig undir undanþáguheimildina og vœri skattfrjáls. I dómi hæstaréttar segir: „Sam- kvœmt ákvæðum 2. mgr. E. liðs 7. gr. laga nr. 90 /1965, sbr. 1. tl. 1. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 245/1963, er hagnaður af sölu fasteignar, sem selj- andi hefur eigi átt í fimm ár, ekki skattskyldur, ef liann innan árs kaupir aðra fasteign, sem er jöfn eða hœrri að fasteignamati en hin selda. Telja verður, að regla þessi gildi einnig, þegar um er að tefla hluta fasteigna. Umræddur söluhagnaður er því ekki skattskyldur, enda er því ekki hald- ið fram í málinu, að viðskipti þessi geti talizt atvinnurekstur stefnda eða gerð í sérstöku hagnaðarskyni, en hin keypta íbúð er talin jöfn eða hærri að fasteignamati en hinn seldi liúshluti.“ Svo sem vikið er að í forsendum dóms- ins var því ekki haldið fram sem máls- ástæðu, að söluágóðinn væri skattskyldur á grundvelli gróðaskvnsreglunnar eða at- vinnurekstrarreglunnar. Þar sem því var ekki haldið fram, og málið snérist þar af leiðandi ekki um það að upplýsa þessi atriði, er erfitt að fullyrða nokkuð um það, hvort söluhagnaðurinn hefði verið dæmdur skattskyldur á grundvelli þessara reglna. Nærtækast er að ætla, að þar hefði atvinnurekstrarreglan helzt komið til álita, vegna atvinnu T. 7. NOKKUR ORÐ UM NÚGII.DANDI REGLUR 7.1. Grundvallarreglan samkvœmt núgildandi tekjuskattslögum. Þess finnast engin dæmi í íslenzkum dómum — og aðeins fá í úrskurðum rík- isskattanefndar —, að söluágóði fasteign- ar hafi verið skattaður á grundvelli gróðaskynsreglunnar. Undanþágureglan frá 1954 þrengdi tekjuhugtakið verulega að því er varðaði söluágóða fasteigna. Hæstaréttardómurinn í 40. bindi 1969, bls. 145, sem rakinn var síðast í 6.2., víkkar mjög gildissvið undanþágureglunn- ar frá því sem tíðkast hafði í fram- kvæmd skaltyfirvalda. Lagabreytingarnar frá 1971 og 1972, sem áður er greint frá í 4.2. bls. 15—16, eru í rauninni stað- festing á þessari þróun, þar sem gróða- skynsreglan er afnumin, skattskylda sölu- ágóða fer lækkandi eftir eignarhaldstíma og skattfrelsi eftir 3ja ára eignarhalds- tima, þegar um er að ræða íbúðarhúsnæði en annars eftir 6 ár, þegar um er að ræða aðrar fasteignir. Undanþágan um kaup eða byggingu 27

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.