Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 30

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 30
innan ákveðins tima frá sölu, gildir þó einvörðungu um íbúðarhæft íbúðarhús- húsnæði. Hins vegar hefur hugtakið „íbúðarhæfur“ verið túlkað mjög vitt í þessu sambandi, samanber úrskurð ríkisskattanefndar nr. 646 frá 1974. Þar var um að rœða skatt- þegn, sem seldi ófullgerða íbúð, sem verið liafði í smíðum og í hans eigu í eitt ár og sem hann hafði ekki búið í. / staðinn keypti liann íbúð í sama húsi, sem var jafn stór að rúmmáli. Ríkisskattanefnd úrskurðaði söluhagn- aðinn skattfrjálsan samkvœmt 4. mgr. E. liðs 7. greinar laga nr. 68/1971. Rskn. segir m.a. í forsendum sínum, að tilgangur undanþáguákvœðisins í nú- gildandi lögum og áður í samsvarandi ákvæðum í skattalögunum frá 1954 og síðar, sé sá ,,að auðvelda gjaldendum að skipta um íbúðarhúsnœði, sem þeir hafi átt um skamman tíma og þá fyrst og fremst með því að fella undan skattlagningu verðhœkkunargróða, sem fram kemur við sölu, en það er í sam- rœmi við MEGINREGLU TEKJU- SKATTSLAGANNA í UPPHAFI A- LIÐS 10. GREINAR. (Leturbr. höfundar). Til þess að þessum tilgangi laganna verði náð, þykir eigi mega skýra hugtakið „íbúðarhœft“ þröngt.“ í 2.2.3. bls. 11 hér að framan komst ég að þeirri niðurstöðu, að grundvallar- reglan í lögunum frá 1921 hefði verið sú, að ágóði af ekki-atvinnusölu á eignum skattþegns félli utan tekjuhugtaksins. Samkvæmt því, sem rakið hefur verið hér að framan um þróunina og gildandi á- kvæði í íslenzkum tekjuskattslögum í dag, er óhætt að fullyrða, að sú meginregla gildi enn í dag. Ofangreindur úrskurður sýnir, hverja þýðingu það getur haft fyrir túlkun á vafaákvæðum, að slík grundvallarregla sé fyrir hendi. 7.2. Grundvallarreglan í Danmörku í dag og nýjar reglur varðandi fasteignir Svo sem áður greinir í 2.2.2. hefur grundvallarreglan í dönskum tekjuskatts- lögum, statsskatteloven 5. gr. a, verið sú að tekjur, sem stafa af sölu á eignum skattþegna séu skattfrjálsar. í danskri dómaframkvæmd eru fjölmörg dæmi þess, að skattskylda sé dæmd á grund- velli gróðaskynsreglunnar og einnig — þó í minna mæli sé — á grundvelli at- vinnurekstrarreglunnar. Gróðaskynsregl- an er sú regla, sem flestir úrskurðir og dómar eru til um í dönskum skattarétti. Það er athvglisvert, að flestir þessir dóm- ar og úrskurðir fjalla um spekulation í sambandi við jarðir, þar sem um er að ræða spekúlanta, sem kaupa jarðir í grennd við kaupstaði, sem þeir síðan skipta upp í lóðir og selja, þegar vöxtur kaupstaðarins krefst meiri landrýmis. Grundvallarreglan um skattfrelsi, sem hér að ofan er getið, hefur í gegnum ár- in sætt æ meiri takmörkunum í Dan- mörku, þannig að hin upprunalega meg- inregla er nú í rauninn orðin að undan- tekningarreglu. Má þar fyrst og fremst nefna samþykkt laga frá 7. júlí 1960, þar sem ákveðið var, að sérstakur tekjuskattur (særlig 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.