Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Page 31

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Page 31
indkomstskat) skvldi einnig ná til ágóða af sölu fasteigna, án tillits til eignarhalds- tíma. Lögin ná einungis til þess ágóða, sem er skattfrjáls samkvæmt a. lið 5. gr. í statsskatteloven. Annar ágóði, þ.e.a.s. atvinnurekstrar- og gróðaskynságóði, fell- ur eins og áður undir statsskatteloven og er skattlagður með almennum tekju- skatti. Þessi sérstaki tekjuskattur er hlut- fallslegur (skattprósentan er í raun 65%, en kaupverðið er þó við uppgjör hækkað eftir sérstökum reglum) og ágóðinn við sö!u eins- og tveggjafjölskylduhúsa og eigendaíbúða er, eins og áður greinir, skattfrjáls með vissum skilyrðum, sbr. í 4.1., bls. í öðru lagi má nefna lausnar- og af- hendingarskattinn (frigörelses- og af- staaelsesafgift). Með lögum nr. 315 frá 18. júní 1969 var allt landið flokkað í bæjarsvæði, sumarbústaðasvæði og land- búnaðarsvæði. Á landbúnaðarsvæðum má ekki, án sér- staks leyfis, skipta landi í lóðir undir hús eða byggja, nema sameina eigi lóð- ina viðkomandi landbúnaðareign eða ný- bygging sé nauðsynleg sem liður í bú- rekstri fasteignarinnar. Ennfremur er það markmið laganna, að tryggja það, eftir því sem þróunin krefur, að nægilega stór svæði séu tekin af landbúnaðarsvæðum og lögð undir bæjar- og sumarbústaðarsvæði til bygg- ingar. Þegar fasteign breytist þannig úr land- búnaðarsvæði og verður bæjar- eða sum- arbústaðasvæði og er byggð eða skipt í lóðir, hækkar hún í verði. Markmið ofan- greindra laga er að tryggja það með ör- uggari hætti en gert er með almennu og sérstöku lögum um tekjuskatt, að slik verðhækkun sé sköttuð. Þegar landbúnaðareign verður að bæj- ar- eða sumarbústaðasvæði, skal greiða lausnarskatt, sem er reiknaður á grund- velli lausnarverðmætis. Lausnarverðmæti er mismunurinn á annars vegar verðmæti jarðarinnar sem landbúnaðarjarðar og hins vegar þess verðmætis, sem fasteign- in fær sem bæjar- eða sumarbústaðaland. Lausnarskatturinn er reiknaður af lausn- arverðmætinu og nemur 40—60%. Það er einkennandi fyrir skatt þennan, að hann skal greiða, áður en nokkur hagnaður hefur komið fram og án þess að sala hafi farið fram. Það er jró möguleiki á verulegum greiðslufresti skattgjaldsins. Ekki er heldur tekið neitt tillit til þess, hvort eigandi eignarinnar hefur nokkur áhrif haft á þessa breytingu, eða hún er eingöngu háð ákvörðun opinberra stjórn- valda. Þarna er dæmi um sköttun á ó- seldri verðhækkun fasteignar (ikke reali- seret avance).# Bæði sérstaki tekjuskatturinn og lausn- arskatturinn Jrverbrjóta grundvallarregl- una í dönsku tekjuskattslögunum frá 1922. *Ole Björn og fleiri: Lœrebog om ind- komstskat. Juristforbundets forlag 1975. bls. 140 og áfram. 29

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.