Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Side 34

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Side 34
hringborðsins var niðri fyrir af speki sinni, höfðu menn það, að gólf sjálfs Súlnasalar Bændahallarinnar varð að láta undan síga fvrir þeim, og seig þó öllu mest þar sem frændur vorir Svíar sátu, lá við borð um tima, að nefndin með öllu saman hyrfi sjónum manna niður úr gólf- inu, þótti þingmönnum þetta firn mikil og stórmerki. Snarræði nefndarmanna kom í veg fyrir slíkan sjónarsvipti, því þeir hertu mjög á ræðum sínum og léttu af sér slíkum fróðleik ,að gólfið hætti að síga. Gladdist þá allur þingheimur innilega og gerði góðan róm að máli þeirra og þekk- ingu og undraðist jafnframt hina giftu- samlegu björgun hringborðsliða, en þeir voru: Ivar Vibe Amundsen, Noregi, Hall- dór Ásgrímsson, íslandi, Eric Haglund, Finnlandi, W. B. Hansen, Danmörku, Ed- ward Waller, Svíþjóð, Tage Andersen, Danmörku, Bertil Edlund, Sviþjóð og S. E. Schaumburg-Muller, Danmörku. Þau sjónarmið og niðurstöður, sem fram komu á þinginu verða send norrænu endurskoðunarnefndinni, en í henni eiga sæti fulltrúar allra norrænu félaganna. Sú nefnri á að vinna úr efninu og leggja frarn tillögur, sem taka á til afgreiðslu í hinuni einstöku félögum. Er mikið í húfi, að sú tillögugerð heppnist vel og þannig verði til sameiginlegur grundvöllur fyrir störf norrænna endurskoðenda. Þinginu lauk að kvöldi hins 22. júlí með veglegu lokahófi, sem halda varð bæði í efri og neðri sal Hótel Sögu vegna fjölmennis. Fór hófið hið bezta fram und- ir stjórn tveggja veizlustjóra, en þeir voru Svavar Pálsson í efra og Atli Hauksson í neðra. Hinir málglaðari menn voru settir undir stjórn Svavars og fóru því skálaræður einkum fram í efra. Atli kom hins vegar á sjónvarpssambandi aðra leið- ina og gat því hans lið skoðað allt fram- ferði Svavars og þeirra manna, sem hann kaus að senda í sviðsljósið. Hafði Atli í hendi sér að slökkva á kassanum, ef honum sýndist dagskráin ekki við hæfi hinna yngri í hans liði. Til þess kom ekki, þvi Svavar valdi einkum hina kurteisustu menn til ræðuhalds og mæltu þeir skörulega af snilld og háttvísi. Að borð- og ræðuhaldi loknu var stiginn samnor- rænn dans við ljúflegan hljóðfæraslátt. Höfðu þingmenn af hófi þessu verð- skuldaða skemmtun að loknum vel heppn- um fjögurra daga þingstörfum. XI. þing norrænna endurskoðenda var mesta þarfaþing fyrir hina íslenzku þátt- takendur. Uinræðuefni þingsins voru mjög tímabær fyrir okkur með tilliti til nýrra laga urn löggilta endurskoðendur og væntanlega nvja hlutafélagalöggjöf. Má segja að stéttin hér á landi standi nú á krossgötum og því var mjög kærkomið að fá tækifæri til að taka þátt í fyrstu drögum að samnorrænu áliti um góða endurskoðunarvenju og áritanir endur- skoðenda. Ennfremur voru hinar óformlegu sam- ræður við norræna starfsbræður mjög gagnlegar og víkka slík samskipti mjög sjóndeildarhring þátttakenda. 1 því er e. t.v. mesta gagn þingsins fólgið. Þeim hringborðsnefndarmönnum Bertil Edlund og Tage Andersen var falið að draga saman í skýrslu helztu niðurstöður starfshópanna. Var Bertil Edlund falið að fjalla um 32

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.