Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 38

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 38
Ámi Vilhjálmsson, prófessor: Gangverðsreikningsskil Inngangur Á síðustu árum hefur áhugi manna á svokölluðum gangverðsreikningsskilum vaknað enn á ný. Vafalaust er megin- skýringin sú, að mönnum hefur ofboðið, hversu brenglaða mynd hefðbundin reikningsskil geta gefið af afkomu og efnahag fyrirtækis á tímum örra verð- breytinga. í þessari ritgerð er ætlunin fyrst og fremst sú að gera grein fyrir hug- myndum tveggja brautryðjenda nýsköp- unar á sviði reikningshalds, bandaríkja- mannanna Edgar O. Edwards og Philip W. Bell, sem árið 1961 settu fram í skýru máli heilsteypt kerfi gangverðsreiknings- skila. Á flest rit, sem síðar hafa komið út um þessi efni, má líta sem framhald frumsmíðar þeirra Edwards og Beil, við- bætur, gagnrýni og endurbætur. Reynt vcrður að koma til skila meginhugmynd- um þeirra um gangverðsreikningsskil, eins og þær koma fyrir í upphaflegum boðskap þeirra, en ekki hirt um að gera grein fyrir síðari gagnrýni þeirra sjálfra og annarra á ágóðahugtaki þeirra, sem sér í Iagi varðar afskriftir af fastafjár- munum. Þá er jafnframt sneitt hjá um- ræðu um framkvæmdaerfiðleika, sem einnig varða sérstaklega meðferð fasta- fjármuna; erfiðleika, sem reyndar má ætla, að yrðu sérstaklega torveldir við- fangs hér á landi. Engu að síður má ætla, að hugmyndir uin gangverðsreiknings- skil eigi brýnna erindi til íslendinga en flestra annarra vegna þeirra miklu svipt- inga í verðlagsmálum, sem hrjá íslend- inga. Ritgerðin skiptist í þrjá meginhluta. Fyrst er stutt samantekt um meginein- kenni hefðbundinna reikningsskila. Síðan eru settar fram hugmyndir þeirra Edwards og Bell með skýringardæmi. Loks verður greint frá tillögum um gang- verðsreikningsskil, sem fyrir skömmu voru settar fram í Bretlandi af stjórn- skipaðri nefnd, sem kennd hefur verið við formann hennar, Francis Sandilands. Megineinkenni hagnaðarliugtaks hefðbundinna reikningsskila Hefðbundin reikningsskil leiða ekki til einnar ótvíræðrar niðurstöðu um afkomu fyrirtækis og um hreina eign. Reiknings- skilareglunum er í rauninni áskapaður verulegur sveigjanleiki. Við skulum þó loka augunum fyrir aragrúa afbrigða, sem leyfð eru og viðgangast, og þess í stað styðjast við einfaldaða lýsingu, sem er þó í aðalatriðum sönn lýsing á hefð- bundnum reikningsskilareglum. Þegar hismið hefur verið skilið frá kjarnanum, blasa við okkur tvö megin- einkenni hefðbundinna reikningsskila- reglna. Annað er það, að peningaeining- in er notuð sem verðmælir, án þess að tillit sé tekið til breytinga, sem kunna að verða á verðgildi einingarinnar. Höfund- ur hefur kynnt í þessu tímariti aðferð til þess að fjarlægja áhrif breytinga á verð- gildi peninga úr reikningsskilunum.* *Leiðrétting efnahags- og rekstrarreikn- inga fyrir áhrifum almennra verðlags- breytinga, Tímarit um endurskoðun og reikningshald, 2. tbl. 1975. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.