Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Síða 44

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Síða 44
Til þess nú að finna gengan rekstrar- hagnað (A) þarf að endurmeta þá gjaldaliði, sem ekki hafa verið metnir á gangverði í rekstrarreikningnum að of- an, en það eru liðirnir vörunotkun, af- skrift tækis — 1 og tækis — 2. Verzlun- arkostnaður hefur hins vegar, samkvæmt forsendu, fallið á jafnt og þétt á árinu á nokkurn veginn sama tíma og þær tekj- ur, sem eru tilefni gjaldanna. Til þess að finna gangvirði vörunotk- unar á árinu, þ.e.a.s. það virði, sem að tíma til svarar til sölunnar, er eðlilegt að fara þá leið að reikna út meðalkaup- verð á árinu. Heildarkaupverð hinna 450 eininga er kr. 5.490, sem gefur meðal- kaupverðið kr. 12,2. Samkvæmt þessu hefur vörunotkun numið 400 ein. á kr. 12,2 pr. ein. — kr. 4.880, sem er kr. 380 hærri tala en sú, sem sett var í rekstrar- reikninginn að ofan. Gangverðsafskriftir skal reikna sem til- tekinn hundraðshluta af meðalverði nýs fjármunar á árinu. Það virði má nám- unda með því að taka meðaltal virðis í ársbyrjun og virðis í árslok, eins og þeir Edwards og Bell gera. Fyrir tæki — 1 var nývirði í ársbyrjun kr. 1.400; í árslok kr. 1.680; meðaltal = kr. 1.540. Ársaf- skrift yrði 10% af kr. 1.540 = kr. 154. Með sama hætti verður fundin afskrift af tæki — 2, sem var í notkun allt árið Nývirði í upphafi árs var kr. 500; í lok árs kr. 600, meðaltalið er kr. 550, og 10% afskrift gerir kr. 55. Að gerðum þessum útreikningum fæst niðurstaða um gengan rekstrarliagnað (A): Tekjur af seldum vörum kr. 6.000 Gjöld: Vörunotkun 4.880 Afskrift: Tæki — 1 154 Afskrift: Tæki — 2 55 Verzlunarhagnaður 900 5.989 Gengur rekstrarhagnaður 11 Mismunurinn á hagnaði samkvæmt hefðbundinni aðferð og á gengum rekstr- arhagnaði er kr. 449 (=460-11). Megin- hluti mismunarins, kr. 380, stafar af breyttu mati vörunotkunar, en afgangur- inn, kr. 69, orsakast af hækkun afskrifta (kr. 54 vegna tækis — 1 og kr. 15 vegna tækis — 2). Við höfum nú reiknað út þrjá fyrr- greindra haganaðarhluta: A=ll, (A+ D) =460, sem gefur D = 44, og C = 180. Þá er ógert að reikna út tölugildi B, sem er sá geymsluhagnaður, sem myndast á árinu 1975 og óhjákvæmilegt er að þekkja til að geta fundið út inn- leysanlegan hagnað í heild (hagnaðarhug- tak I á bls. 39). Við skulum fyrst skrifa upp efnahags- reikning hinn 1/1 1975 eins og hann er þegar allir fjármunir eru metnir á gang- verði þá, til þess að séð verði, hvaða stærðir það eru, sem fylgjast þarf með. Þessi efnahagsreikningur er reyndar sá efnahagsreikningur, sem fram kemur sem óaðskiljanlegur hluti ársreikninga, ef fylgt er gangverðsreikningi. 42

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.