Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Page 48
einhverjum tveim árum gerðust nákvæm-
lega sömu atburðirnir og efnt yrði til ná-
kvæmlega sömu viðskiptanna, mundi
niðurstaðan um innleysanlegan hagnað
verða hin sama fyrir bæði árin. Ef beitt
er hefðbundnum aðferðum, gæti útkom-
in hins vegar orðið ólík. Tökum örsmátt
dæmi þessu til skýringar: Á einhverjum
tveim aðskildum árum gerist það að fyr-
irtæki kaupir 30 einingar fyrir kr. 13
og selur jafnmikið magn fyrir kr. 15 pr.
einingu. Annað árið byrjar fyrirtækið
með 10 einingar í birgðum, sem það
hefur keypt á kr. 10 pr. einingu (FIFO),
en sem að dagverði eru 13 kr. virði. Hitt
árið byrjar fyrirtækið líka með 10 ein.
í birgðum, sem kostað höfðu kr. 12
(FIFO), en voru að dagverði 1/1 kr. 13.
í lok beggja áranna var dagverð vör-
unnar kr. 13. Innleysanlegur hagnaður er
í báðum tilfellum 30x(15—13)—kr. 60.
Þessi hagnaður er að öllu leyti gengur
rekstrarhagnaður, þar sem enginn
geymsluhagnaður myndast á þessum ár-
um. Hins vegar mundi hagnaður samkv.
hefðbundnum reikningsskilareglum vera
kr. 90 (A + D) í fyrra tilfellinu, en kr.
70 hitt árið; þar af nemur innleystur
geymsluhagnaður (D) kr. 30 annað árið,
en kr. 10 hitt árið.
Nú er hægt að vitja spurningarinnar,
sem áður var varpað fram, um gagnsemi
þess að geta einangrað (A) frá heildinni
(A+D) eins og gert er, þegar hagnaður
er gerður upp samkvæmt hugtaki II, þ.e
innleystur hagnaður. í fyrsta lagi vinnst
þá það, að niðurstaða fæst um gengan
rekstrarhagnað, sem er sú stærð, sem á
að gefa sannasta mynd af þeim þætti
starfseminnar, sem e.t.v. öll meðvituð við-
leitni beinist að. Þessi hluti innleysanlegs
hagnaðar er sú stærð, sem gagnlegt get-
ur verið að beita við samanburð milli
fyrirtœkja. Ef tvö fyrirtæki, misjafnlega
gömul, nota nákvæmlega sömu tæknina
og verja raunverulega jafnmiklu af gæð-
um til að afla sér sömu söluteknanna,
ætti að fást sama niðurstaðan um gengan
rekstrarhagnað þeirra. Ef yngra fyrir-
tækið hefði hins vegar keypt framleiðslu-
tæki sín hærra verði heldur en hið eldra,
mundi hið eldra sýna hærri hagnað sam-
kvæmt hefðbundnum reikningsskilaregl-
um, vegna þess að það mundi gjaldfæra
lægri afskriftir. Með því að sundurgreina
hagnaðinn í A og D liði kæmi þá glöggt
fram, að allur mismunurinn stafaði af
mismunandi gildi D liðsins. Ef sundurlið-
uninni væri enginn áhugi sýndur, er hætt
við, að forráðamenn eldra fyrirtækisins
fengju ranga vísbendingu um, í hvaða
átt þeir skvldu beina kröftum sínum og
fjármagni.
í samanburði við innleysanlegan hagn-
að hefur það verið talið innleystum hagn-
aði (hugtak II —III) til ágætis, að inn-
leystur hagnaður hæfði betur sem
grundvöllur tekjuskattlagningar; það
ætti að vera hægara að standa undir
skattgreiðslum af innleystum tekjum, sem
þegar væru til staðar í líki handbærs fjár
eða skammtímakrafna. Öðru máli gæti
hins vegar gegnt um þann hluta inn-
leysanlegs hagnaðar, sem innleysanlegur
geymsluhagnaður er. Innleysanlegur
hagnaður gæti að verulegu leyti stafað af
virðisauka framleiðslutækja, sem væri í
notkun.
46