Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 49

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 49
Miklu athyglisverðara er hins vegar það sjónarmið, sem virðist hafa gagntek- ið þá, sem halda fram yfirburðum gang- verðsreikningsskila, að hinn eiginlegi tekjuskattstojn ætti að vera gengur rekstrarhagnaður (A), en hins vegar bæri að undanþiggja (D) algjörlega. Þess er ekki kostur að fjölyrða hér um skattamál, þótt óneitanlega hljóti þau að tengjast því úrlausnarefni, sem hér er til með- ferðar. Að öllu athuguðu sýnist hið sundurlið- aða hugtak innleysanlegs hagnaðar koma út sem sigurvegari í samanburði um á- gæti sem mœlikvarði á frammistöðu stjórnenda. Og jafnframt hlýtur að vera hafið yfir ágreining, að sá efnahagsreikn- ingur sem tengist því hagnaðarhugtaki, gefur fróðlegri lýsingu á efnahag fyrir- tækis heldur en reikningur, sem einungis greinir frá kaupverðum. í upphafi var tekið fram, að gert skyldi ráð fyrir, að almennt verðlag hrevfðist ekki. Þegar efnahagsreikningar í upphafi og lok árs hafa verið færðir upp á gangverði, ætti að vera hægt að taka tillit til almennra verðbreytinga með aðgerð á eiginfjárreikningum fyrirtækis- ins. Segjum, að í skýringardæminu að framan hafi almennt verðlag hækkað á árinu 1975 um 15%. Eigið fjármagn í upphafi ársins, sem var kr. 1.870, má færa upp til verðlags í lok ársins með því að hækka þessa tölu um 15%. Útkomuna, kr. 2.150 má svo bera saman við eigið fjármagn eins og það er sýnt í efnahags- reikningnum í lok ársins, samt. kr. 2.372. Ut kemur niðurstaða um raunverulegan hagnað, kr. 222, samanborið við pen- ingalegan hagnað upp á kr. 502. Við túlkun þessa svokallaða raunverulega hagnaðar ber að sjálfsögðu að gefa gaum að þeim sjónarmiðum, sem liggja til grundvallar virðingu fjármuna. Skal hér ekkert frekar aðhafzt í málinu. Um möguleika á mœlingu gengs rekstrarhagnaðar Sú spurning vaknar, hverjir kostir séu á því að framkvæma útreikninga af því tagi, sem lýst hefur verið. Eins og fram hefur komið reynir við mælingu gengs rekstrarhagnaðar á þekkingu á verðum fjármuna, sem lítil eða engin þörf er fyr- ir við venjuleg reikningsskil. Að því er varðar hráefni og fullunnar afurðir eða vörur til endursölu ætti ekki að verða rekizt á umtalsverðar hindranir við öflun upplýsinga. Lægstaverðsreglan, sem vissulega verð- ur að virða, knýr reikningshaldarann til að kynna sér dagverð alls konar vöru- birgða á reikningsskiladegi. Fram- kvæmdaörðugleikar gera fyrst vart við sig að marki, þegar til kasta varanlegra framleiðslutækja kemur. í mörgum tilfell- um blasa þar við mjög torræð úrlausn- arefni. Við skulum sem snöggvast virða vandamálið fyrir okkur. Sum framleiðslu- tæki, t.d. flutningatæki, eru framleidd í gífurlegum fjölda eintaka og taka e.t.v. tiltölulega litlum tæknilegum breytingum á stuttu árabili. í sumum tilfellum er til skipulegur markaður fyrir notuð tæki af þessu tagi. Þegar svo stendur á gæti fyr- irtæki stuðzt við markaðsupplýsingar við gangverðsmat á sínum eigin tækjum, eða 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.