Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Qupperneq 54

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Qupperneq 54
Einar Pólsson, forstjóri Reiknistofu bankanna Endurskoðandinn og tölvan Enginn vafi er á því, að þegar talað er um tölvuvinnslu og endurskoðun eru uppi mjög mismunandi skoðanir, hvað þar er átt við. Hjá flestum virðist þó vera sú skoð- un, að endurskoðun í sambandi við tölvuvinnslu sé þægilegri, fljótlegri og ör- uggari, heldur en við venjulegt bókhald, þar sem endurskoðun sé mikið til lokið, þegar búið er að fara yfir einn hluta tölvuvinnslunnar, þar sem treysta megi tölvunni í allri vinnslu. Að mínu áliti er þetta alrangt og mjög hættuleg afstaða. Einasta sannleikskorn- ið í þessu er, að tölvan framkvæmir þá hluti, sem henni er skipað að gera, án tillits til þess hvort þeir séu rangir eða réttir. En hinsvegar gleymist algjörlega, að þeir, sem setja verkefnið fyrir tölvu- vinnslu, eru með öllum þeim mannlegu breyzkleikum sem til finnast. Enda sanna mjög mörg dæmi í öðrum löndum, að fátt er jafn auðvelt eins og að svíkja fé og annað út úr fyrirtækjum með aðstoð tölvuvinnslu. Það er því mjög áríðandi, að endur- skoðendur geri sér ljóst, að þeirra hlut- verk hefur stækkað verulega í endurskoð- un fyrirtækja við tilkomu tölvunnar. Hlutverk endurskoðandans verður hér miklu víðtækara, þar sem gera verður þá kröfu til hans, að hann gangi úr skugga um, að vinnslan sé í heild, eins og ætlast var til. Það verður að gera sér ljóst, að það er mikið verk og krefst nýrrar þekkingar. Hversu margir endur- skoðendur þekkja í dag hugtök eins og DOS, OS, CPU, OCR, o.s.frv.? Hversu margir endurskoðendur gera sér ljóst hvernig tölvur vinna, hvernig upplvsing- ar eru skráðar, hvaða hættur eru á því, að þeim sé breytt eða þær tapist, eða hvaða öryggi þurfi að vera í tölvuvinnslu almermt séð. Lítið dæmi um, hvað getur skeð, er forskriftarmaðurinn í banka, sem gerði mjög góða forskrift fyrir sparisjóðsbækur bankans. Eins og ætíð skeður í útreikn- ingi þarf að hækka upp eða lækka þegar um útreikning er að ræða. Þessi ágæti maður lækkaði allt niður og lét það, sem af gekk, fara inn á eigin reikning, þ.e. hann safnaði því saman og gerði síðan eina færslu úr því eftir árið. Bókhalds- lega séð stemmdi alltaf allur útreikning- ur og enginn uppgötvaði neitt, fyrr en þetta var stigið þessum manni svo til höf- uðs, að hann fór að hæla sér af því við aðra og þá fyrst áttuðu menn sig á því, hvað hafði gerst. Þetta er aðeins lítið dæmi, hins vegar þekkjast nú mörgum sinnum stærri dæmi. er skipta milljónum dollara í svikum með hjálp tölvuvinnslu. Það verður því að segjast eins og er, að endurskoðendur verða þegar í stað að gera sér ljósa þá ábyrgð, sem þeir hafa vegna tölvuvinnslu. En hverjar eru þær kröfur, sem gera verður til endurskoðandans? Grundvallar- kröfur eru eftirfarandi: 1. Hann þarf að skilja hugtök og orð sem notuð eru í tölvuvinnslu. Hann verður að geta þekkt alla megin hluti eða tæki, sem notuð eru í tölvu- 52

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.