Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Page 55

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Page 55
vinnslu. Og hann þarf að geta rætt af fullum skilningi um hlutverk þessara tækja við það fólk, sem er að gera kerfin, skrifa prógrömmin og vinna við þessa tölvu. 2. Hann þarf að þekkja og skilja það, sem hann sér og vinnur með, þegar hann kemur í tölvuvinnsluumhverfið, þ.e.a.s. hann verður að þekkja hvernig upplýsingar eru hugsaðar og til- greindar, hvernig og hversvegna þess- ar upplýsingar eru meðhöndlaðar í kerfinu og hvernig kerfið er byggt upp og stjórnað. 3. Hann verður að þekkja veiku hlekk- ina í tölvuvinnslu og geta gert sér ljóst það sem varast þarf í sambandi við eft- irlit á ákveðnu kerfi. T.d. þarf endurskoðandinn að geta lesið fullnægjandi alla kerfislýsingu, stjórnunarboð sem koma frá tölvunni, skilja merkingu „labels" á þeim skrám, sem notaðar cru í tölvuvinnslu og önn- ur grundvallaratriði í sambandi við tölvuna. 4. Við endurskoðun á tölvukerfi þarf endurskoðandinn að geta mælt með á- kveðnum breytingum í uppbyggingu eða framkvæmd á viðkomandi kerfi, sem bæta úr öryggisatriðum. Hér er ekki átt við, hvernig listar líta út eða hvaða tölur koma út á lista, heldur beinlínis um kerfisuppbygginguna og forskriftargerðina. Það er því augljóst mál, að þar þarf endurskoðandinn að hafa þekkingu bæði á því, sem al- mennt er átt við með endurskoðun, endurskoðendamenntun, og jafnframt vera menntaður á sviði tölvuvinnslu. Hér komum við að mjög mikilvægu atriði, sem endurskoðendur í dag verða að horfast í augu við. Gera verður þá kröfu til allra endurskoðenda, sem end- urskoða vinnslu frá tölvu, að þeir hafi þekkingu á því, sem þar fer fram. Hver er svo sú grundvallarþekking sem þeir þurfa á að halda? Forskriftarþekking, sem gerir þeim kleift að lesa og jafnvel að skrifa for- skriftir í minnsta kosti einu tölvumáli. Þekkingu eða fullan skilning á því, að keyra tölvu og hvernig þau stjórnkerfi, sem stjórna tölvunni eru byggð upp. Þekkingu til þess að gera kerfislýs- ingu í flæðiriti til þess að leysa al- mennt tölvukerfisverkefni. Þekkingu til þess að útbúa og endur- skoða prófupplýsingar fyrir tölvuverk- efni eða það sem á tölvumáli er kallað „system test“. Þekkingu til þess að skilgreina upplýs- ingar og vandamál á þann hátt, að það fólk, sein á að skipuleggja þetta, skilji við hvað er átt. Ég hef reynt með þessum orðum mín- um að skilgreina nokkuð þær kröfur, sem ég álít að gera verði til endurskoðenda í dag, sein hafa með tölvuvinnslu að gera. Ég hef aðeins tekið örlítið brot af því, sem hægt er að segja um þessi efni, en ég vona, að þetta geri mönnum ljóst, að það eru rniklar kröfur, sem gera verður til endurskoðenda í framtíðinni vegna til- komu tölvuvinnslu hér á landi. 53

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.