Ráðunautafundur - 12.02.1978, Page 20
114
8.1.3. Dráttarvélatengdar úðadælur
Þessar dælur geta haft 2oo-6oo lítra tank og eru festar
á þrítengi dráttarvélarinnar. Dælan er drifin af aflúttaki
dráttarvélarinnar. Vökvanum er úðað út um spíssa sem sitja
með hálfs metra millibili á 6-12 metra langri þverslá aftan
á dælunni. __ 2
Vökvaþrýsting er hægt að stilla á bilinu o-lo kg/cm ,
en hæfilegur vinnuþrýstingur er 3-6 kg/cm2.
Hægt er að fá ýmsar gerðir spíssa.
Einnig er hægt að tengja slöngu við dæluna og úða með
úðabyssu til handúðunnar á smærri reitum eða trjám.
8.1.4. Ýrasar aðrar dælur eru til, á hjélum eða fast staðsettar
ýmisst drifnar af rafmótor eða bensínraótor.
9. Vatnsúðarar
9.1. Öðun til varnar frosti.
Til þess er hægt að fá úðarar sem vökva passlega lítið
2-4 mm/klst og snúast hægt í hringi. Fyrir stærri fleti
eru algengir úðarar sem úða 3oo-5oo ra? hver úðari.
Hægt er að fá minni úðara sem dreifa á t.d. 7o-8o m2
hver úðari.
Til eru fjöldamargar tegundir úðara og úðunarkerfa, af
öllum stærðum.
10. Blaðfjarlæging fyrir upptöku
10.1. Ef notuð er upptökuvél til að taka upp, getur þurft að
fjarlægja blöð þeirra jurta sem á að taka upp. Til þess er
hægt að nota venjulegan sláttutætara og taka þá efri hluta
hans af honum ef raaður sér sér ekki fært að safna blöðunum
og nýta þau.
10.2. Slíkir blaðtætarar geta verið aukaútbúnaður á nokkrar
upptökuvélar.
10.3. Séu blöðin felld með lyfjaúðun getur maður notað
einhverja af fyrrnefndum jurtalyfsdælum.
10.4. Sumar upptökuvélar fyrir t.d. gulrætur taka gulrótina
upp á blaðstönglunum en skera síðan blaðverkið af.
11. Upptökuvélar
11.1. Upptökuvélar fyrir blað og höfuðgrænmeti eru fáar á
markaðnum og stórar og dýrar.
11.2. Hinsvegar eru til margskonar vélar til upptöku á
rótargrænmeti s.s. kartöflum, rófum og gulrótum.
Hér getur maður valið á milli einfaldra og lítilla
véla og stórra sjálfvirkra véla.
Einfaldari vélarnar taka hnýðin eða ræturnar upp og
leggja það á jörðina til hliðar, mismunandi dreift. Síðan
er tínt upp með handafli. Þessar vélar geta farið illa með
grænmetið, þar sem þetta er einfaldur en harðhentur útbúnaður.
Maður verður því að nota þessar vélar með gætni.