Ráðunautafundur - 12.02.1978, Síða 51

Ráðunautafundur - 12.02.1978, Síða 51
145 nokkrum löndum, sérstaklega í Sviss. Þar hafa íslenzkir hestar borið af í samanburði við önnur hestakyn, sem reynd hafa verið. Taugastyrkur og sérstakt viðmót íslenzku hestanna hefur skipt þarna sköpum. Auk þessarar sölutilraunar er verið að reyna sölu á reiðhestum bæði í New York og Toronto í Kanada. Það verður að fara varlega af stað á þessari verzlun fyrir vestan, því að mestu máli skiptir að koma hestunum í nothæfan verðflokk, en til þess má ekki hafa mikið framboð. Þetta gæti tekið nokkur ár, unz sala fer að verða liðug. Ég er bjartsýnn á þennan markað, ef rétt verður að öllu farið. Hvort sem um er að ræða góðhesta til útflutnings eða þjálf- unarhross fyrir lamaða, þá byggist velferð þessarar verzlunar á engu meira en kynbótastarfinu■ Góðhestasalan er vandalaus. Allir erfiðleikar verzlunarinnar koma á dagskrá, þegar miðlungs- hestar eða lakari eru á ferðinni. Framboð góðu hestanna vex, en þó ekki nógu ört. Á s.l. ári var hægt að selja mun fleiri hesta úr landi en keyptir voru af þeim sökum, að kaupendur fengu oft talsvert færri góðhesta en þeir höfðu markað fyrir heima hjá sér. Þar sem íslenzka hestakynið hefur nú áunnið sér frægðarorð og er talið vera eitt af merkustu hestakynjum Evrópu, þurfum við að taka upp nýja og búmenningarlegri hætti á merkingu hrossa, skráningu og ættfærzlu, en við höfum fram að þessu gert. Víðast hvar í Evrópu eru gefin út bæði fyljunarvottorð og fæðingarvottorð folalda, og síðan eru þau sett í ættskrá héraða eða lands (register). Seinna kemur svo til ættbókarfærsla eftir gæðamati dómnefnda og verðlaunaveitingum. Flest kyn hafa sérstakt húð- brennimark, sem brennt er á læri eða háls, og nú er orðið algengt að einstaklingsmerkja hross með tattoveruðu númeri x neðrivör. Engin merking hrossa er þó gleggri og varanlegri en eyrnamörkin, sem við höfum notað hér á landi frá fornu fari. Þau má vel hafa, ef aðeins eru notuð undirmörk, en yfirmörk á reiðhestum teljast til verulegra lýta, sem fella hesta í verði. Það hefur því orðið að ráði, að við Pétur Hjálmsson ráðunautur, höfum lagt fyrir Búnaðarþing 1978 tillögur um nýtt kerfi að merkingu hrossa og skráningu þeirra, þar sem gert er ráð fyrir að tekin verði upp hrossaskráning í hverju héraði og útgáfa eins konar nafnskírteina
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ráðunautafundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.