Ráðunautafundur - 12.02.1978, Blaðsíða 53
147
hefur lofað að styrkja læknavísindastofnun í Þýzkalandi til að
finna meðul við þessu. Vitað er að „mýflugnategund" veldur
kláðanum með biti sínu, og að þessi fluga fer á kreik við sól-
setur og sólarupprás. Verkefnið er því að finna meðal, sem fælir
fluguna frá hestunum eða drepur hana.
Skilningssljóir og þröngsýnir menn munu nú segja, að þarna
sjáum við afleiðingar af útflutningi hryssna og stóðhesta.
■) Þetta er ástæðulaust bölsýni, sem oft lætur á sér kræla hér á
landi, þótt hún verki ekki á þá, sem einhverja þekkingu hafa á
( búfjár- og búvörurverzlun. Næfellt allar tegundir búfjár ganga
frjálst í sölu milli landa, hross ekkert síður en aðrar tegundir.
Hins vegar seljast þau dýr ein, sem ræktuð eru og kynbætt til
verðmætra kosta. Það má segja, að við höfum á s.l. 20 árum
sýnt heiminum fornræktaða reiðhrossagerð, hestakyn, sem fellur
inn í kröfur nútímans um reiðhesta. Við höfum kynnt það og stundað
áróður fyrir þessu forna bændasporti af germönskum uppruna.
Hins vegar tekur það ekkert mjög langan tíma að gera önnur hesta-
kyn að tölthestum, og eftir að við höfðum gert töltreiðina
þekkta í Evrópu aftur, hafa evrópskir hestafræðingar fundið það
'í mörgum löndum og í bókmenntum og listum frá fyrri tíð, og þeir
eru farnir að temja hesta af mörgum kynjum til tölts. Við
íslendingar x dag erum ekki frumkvöðlar hestamennsku okkar fremur
en tungumálsins. Við höfum erft þetta og notum það, en hvort
það verður okkur að gagni erlendis eða ekki, fer eftir því,
hvernig við höldum á málum, hvort við gétum skapað bókmenntir
> _ betri en aðrir og hvort við getum kynbætt og tamið hesta betur
en aðrir.