Ráðunautafundur - 12.02.1978, Page 56
150
Hvernig nyta hross beitiland?
Fyrir 50 árum voru geröar athuganir á viöhaldsfóður-
þörf þriggja fullorðinna hesta á Hvanneyri (2),og virtist hán
vera um 3 fóðureiningar á dag, en talið hefur verið að hross
þurfi heldur méira fóður til viðhalds en nautgripir af sömu
þyngd (2,3). Þó er ljóst, að hross geta nýtt vel tiltölulega
lélegt fóður og beit. Áætlaö hefur verið að meri, sem mjólkar
folaldi, þurfi 4-4,5 f.fe. á dag (2). Við mat á beitarþoli
úthaga að sumarlagi hefur Rannsóknarstofnun landbúnaðarins
(4) áætlað beitarþörf 1 hross (fullorðið) jafngilda beitar-
þörf 7 meðalbeitarærgilda (ær með 1,3 lömb að meðaltali).
Þótt hrossin nýti mikið af landi skortir mjög fræðilegar
upplýsingar um beit þeirra,og hafa ýmsir aðilar lagt til, að
hafist verði handa við markvissar rannsóknir á hrossabeit,
t.d. £ tengslum við UNDP/FAO beitartilraunirnar, en þar hefur
beit sauðfjár og nautgripa verið rannsökuð undanfarin þrjú
sumur.
Það er vissulega ekki aðeins skortur á vísindalegum
upplýsingum um hrossabeit hár á landi. Könnun á erlendum
heimildum hefur sýnt, að þar er ekki um auðugan garð að gresja.
Nokkuð hefur þó verið unnið að athugunum á plöntuvali og beit-
arvenjum og sýna þær, að hross eru all frábrugðin bæði naut-
gripum og sauðfé hvað val beitarjurta snertir. Reyndar virðast
hross kjósa grös (Gramineae) öðrum gróðri fremur, en val
einstakra grastegunda virðist töluvert mismunandi hjá hinum
ýmsu búfjártegundum. Ætla má að hross velji minna á milli
einstakra beitarjurta en t.d. sauðfé (5-13). Þess má geta,
að trjákenndur gróður getur látið nokkuð á sjá, þar sem
hrossum er beitt að staðaldri, ekki sxst vegna traðks (13).
Ætla má, að í flestum tilvikum nýtist gróður best þegar beitt
er fleiri en einni búfjártegund á landið í einu, en þess sé
þó gætt, að landinu sé ekki ofboðið
Löngum hafa skoðanir verið skiptar hér á landi um