Ráðunautafundur - 12.02.1978, Blaðsíða 58
152
athugun virðist hrossabeit, jafnvel þótt hún sé vel skipulögð,
vart sambærileg við beil nautgr:ipa og sauðfjár hvað arðsemi
snertir. Helst virðist þó koma til greina að gera samanburð
á beitarnýtingu fyrir hryssur með folöld annars vegar og
holdakýr með kálfa hins vegar, en til fróðleiks er bent á
skrif þeirra Gunnars Bjarnasonar og Arnórs Sigurjónssonar um
þau mál fyrir rúmlega tveim áratugum (17-20). Svo sem áður
var vikið að geta hross, a.m.k. í sumum tilvikum, gegnt
ákveönu hlutverki á blandaðri beit Tneð nautgripum og sauðfé
og aukið nokkuð afrakstur landsins á hagkvæmari hátt. En
hvernig sem litið er á arðsemi eða hagkvæmni hrossabeitar
skiptir mestu máli, að hún sé hófleg og jafnframt, að úti-
gangshrossum sé ætlað nægilegt fóður og skjól yfir veturinn.
Jafnframt er sérstök ástæða til að vara við landspjöllum
vegna örtraðar í þröngum hrossagirðingum, hvort sem ástæðan
er skortur á haglendi eða ráðstöfun til að halda reiðhestum
grönnum.
Að lokum skal þess getið, að lögum samkvæmt er sveitar-
stjórnum og sýslunefndum heimilt að beita ýmsum ákvæðum til
að hafa stjórn á hrossabeit. Þá er einkum stuðst við
38. gr. búfjárræktarlaga nr. 31/1973 um, að skylda megi
hrossaeigendur til að hafa hross sín £ vörslu allt árið eða
tiltekina hluta þess, og 16. gr. laga um afréttarmálefni,
fjallskil o.fl. (kafli um verndun beitilands og um xtölu)
nr, 43/1976. Samkvæmt þrem liðum þeirrar greinar er stjórnum
fjallskiladeilda heimilt að ákveða, hvenær fyrst megi reka
hross á sumarbeit í afrétti, láta girða sérstök svæði á
afréttum eða í heimalöndum fyrir hrossabeit og banna að stóð-
hross séu rekin á afrétt. I nokkrum tilvikum hefur verið
gripið til slíkra aðgerða, einkum í þeim héruðum, þar sem
afréttalönd eru talin fullnýtt eða gróðurverndaraðgerða þörf.