Ráðunautafundur - 12.02.1978, Page 68
162
verðskuldaði.
Hér verður á eftir sýnt daami um hvernig má vega
tiltækar upplýsingar, til að fá sem besta vísbendingu um
kynbótagildi viðkomandi gripa. Kynbótagildi er ákv-arðað
fyrir eiginleikann aðaleinkunn dómstigans. Gengið er út frá
pví að arfgengi hans sé 0,36.
Notaðar eru eftirfarandi upplýsingar, þegar þær eru til-
tækar: einkunn móður, einkunn föður, einkunn einstaklingsins
sjálfs og meðaleinkunn hálfsystkina undan sama föður. Áður
hefur komið fram að ástæða er til að ætla að einkunnir frá
mismunandi sýningarárum séu ekki sambærilegar og til þess að
forðast skekkju af þeim sökum er hver einkunn lesin sem frávik
frá "Least-squares" meðaltali viðkomandi sýningarárs. Með
þessum forsendum er sýnt dæmi um kynbótagildismat þeirra stóð-
hesta, sem sýndir voru í flokki 6. vetra og eldri að Lands-
mótinu á Vindheimamelum 1974 . Sjá töflu 4..
TAFLA 4.
Dæmi um kynbótagildismat á stóðhestum á grundvelli
upplýsinga um þá sjálfa og ættingja. Hver mæling er reiknuð
sem frávik frá "Least-squares" meðaltali sýningarárs.
Einkunn hvers stóðhests er þá reiknuð þannig.
Einkunn = b\ x M + x F + b3 x E + b^ x H
Þar sem M er einkunn móður, F er einkunn föður, E er
einkunn stóðhestsins sjálfs og H er meðaltal n hálfsystkina.
b^ eru vægin-sem hver einkunn verðskuldar (Young, 1961)