Ráðunautafundur - 12.02.1978, Page 87
181
og aö vorinu þegar byrjar aö gróa svo aö nýgræÖingurinn kemst
illa upp. Margir grípa til þess ráÖs að brenna sínuna síðla
vetrar þegar þurrt er, og má það teljastnauðsynlegt, ef landið
hefur ekki veriö hreinsað meö ööru móti. Þessi hreinsunaraðferð
hefur þann slæma galla, aö eldurinn gerir engan greinarmun á
jurtategundum, brennir allt, jafnt lýng, kvistgróöur og runna,
sem grös. Auk þess sem þó nokkuð rótbrennur, einkum þar sem
þýft er. En þaö sem skiftir þó höfðumáli er, aö mestur hluti
þess mikla grasmagns, sem haglendiö gefur árlega, fellur og
hverfur, án þess að gefa nokkurn arö.
Hér er þaö sem hrossin mín koma til sögunnar og leika
stórt hlutverk í þessari búskaparfantasxu.
Hross ganga öðruvísi aö haga sínum en sauöfé. Þau
rjóöurbíta landið, hreinsa stórgresið burtu en ganga ekki
nærri rót, ef nóg er undanfæriö. Meö þessu beitarlagi opna
þau lággróðri og nýgræöingi braut til vaxtar. í rjóðrunum
eftir hrossin á sauökindin greiðan aögang að þeim plöntum, sem
hún helzt kýs sér til matar. Enda er þaö athyglisvert hvaö
féö sækir á þá bletti sem hrossin hafa bitið, þau bæta landiö.
Hverju skila þessi 60 hross bóndanum til baka? Þau
þurfa auðvitaö sitt vetrarfóður meö beitinni, en viö húsið
þeirra sem er fremur einfalt og ódýrt, er túnskák sem gefur af
sér nægan vetrarforöa fyrir þau. A þessa skák dreifir bóndinn
20 pokum af blönduðum áburði árlega, það nægir.
Síöastliöiö haust gerði foíalda-innleggið kr. 1.200.000.-
en auk þess haföi hann selt önnur hross á árinu fyrir kr.
3 00.000 .-. Að lokum er þess aö geta, segir þessi rangæski
hrossabóndi, aö ég fæ hærri sláturvigt dilka aö meöaltali en
nágrannar mxnir og ég þakka hrossunum það, ég færi á "credit- .
nótuna" þeirra, sem svarar andvirði eins kílós af dilkakjöti
fyrir hvern dilk, sem skilar sér aö hausti.
Þannig rökstuddi hann fullyröinguna um reiknikúnstir og
rangar niöurstööur talnadæma.
í Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur verið rekiö hrossa-
ræktarbú síöastliöin 30 ár og lengst af þeim tíma, hafa
hrossin veriö þar aðalbústofn. Ég keypti þetta bú fyrir