Ráðunautafundur - 12.02.1978, Page 92
186
Hér að framan hefur verið drepið á nokkra punkta varð-
andi arðsemi í hrossabúskap. Mér er mjög vel ljóst að þessir
þankar eru hvergi studdir vísindalegum rannsóknum og eiga
ekkert skylt við fræðilega upplýsingaþjónustu. Þetta eru
einungis persónulegar skoðanir mfnar, sem ég byggi á eigin
reynslu og reynslu annarra bænda, vina minna og kunningja,
sem í sínum búskap hafa bæði reynt og hugleitt þetta sama mál.
Ef ég ætti að draga saman £ örfá orð þau aðalatriði,
sem ég vildi að fram kæmu í máli mínu og ætlast til að eftir
standi er ég lýk því, eru þau eitthvað á þessa leið:
Stóðhrossaeign bænda, sem búa við landþrengsli eða að
öðru leyti takmörkuð beitaskilyrði á tæplega rétt á sér.
Hrossakjötsframleiðsla getur verið mjög vel hagkvæm og bein
lyftistöng fyrir annan búrekstur allvíða, þar sem svo hagar
til.
Framleiðsla reiðhrossa er bæði þroskandi og skemmtilegt
viðfangsefni jafnt og hún er nauðsynleg þjónusta við streitu-
þjáð þjóðfélag, sem hefur r£ka þörf fyrir holla afþreyingu
og hv£ld einstaklinganna frá argaþrasi hins daplega l£fs.
En til þess að sl£k framleiðsla sé vel arðbær, þarf bóndinn
'að vera natinn og skyggn ræktunarmaður, vandlátur og trúr £
allri umhirðu og hafa til að bera kunnáttusemi og gott skyn-
bragð á tamningu hrossanna, en umfram allt heiðarlegur £ öllu
s£nu starfi.
Ég þakka áheyrnina.