Ráðunautafundur - 12.02.1978, Page 100
194
RAÐUNAUTAFUNDUR 1978
MINKARÆKT SEM AUKABÖGREIN
Magnús B. Jónsson
Bændaskólinn á Hvanneyri
Inngangur
Frá því aö á ný var leyft aö stunda minkarækt hér á
landi (lög nr. 68/1969) hafa veriö starfrækt 8 minkabú. Öll
hafa þau veriö af þeirri stærö, aö afkoma viékomandi fram-
leiÖanda hefur einungis byggst á skinna framleiöslu. Minka-
búin hafa átt viö ýmsa byrjunarörðugleika að stríða. Hefur
það riðið sumum þeirra að fullu. Nú eru starfrækt 4 minkabú
í landinu og mun afkoma þeirra vera allgóð.
Fjölbreytni í búskaparháttum er viss trygging fyrir af-
komu landbúnaðarins. Því er eölilegt að íhuga hvort og meö
hvaöa hætti tengja megi minkaræktina nánar öörum búgreinum og
gera hann þannig virkara afl í þeirri viðleitni að tryggja
afkomu landbúnaðarins og treysta viðhald vinnustaða í dreif-
b'ýlinu. Efling minkaræktar, sem búgreinar, byggist mjög á
þeirri verkþekkingu, sem brautryðjendur hennar geta miðlað og
því félagslega afli sem minkabændur geta virkjað meö samtökum
sínum og samstööu.
Gildi og möguleikar minkaræktarinnar sem aukabúgreinar
ræöst m.a. af eftirfarandi atriðum:
a) Hvort minkaræktin getur fjölgað vinnustööum í dreif-
býli og þar með stuðlað aö viðhaldi byggöa.
b) Hvort minkaræktin er samkeppnisfær við hefðbundnar bú-
greinar, hvaö varðar fjármagnsþörf og rekstrarafkomu,
ef um bústækkunaráform er aö ræða.
c) Hvort minkaræktin er valkostur fyrir þá bændur, sem
ekki geta aukiö framleiöslu sína í hefðbundnum bú-
greinum.