Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 11

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 11
61 vorir toku viö landinu osnertu. Nu eru aöeins eftir 2 + + 1.250 km . MegniÖ af þvi er lagvaxiö kjarr undir 2 m á hæð. Við vitum þó með vissu og sjáum þess raunar merki á vorum dögum, aö allvænn skógur - á íslenska vísu - hefir vaxið, þar sem nú sést kræklukjarr eitt. 2.2 Flokkun birkiskógar á fyrri tíö, Jarðabók Arna Magnús- sonar og Páls Vídalíns, er mjög góð heimild frá því um 1700, hvernig ástand birkiskógarins var. Þar er hann flokkaður í þrennt eftir notagildi: 1. Raftskógur 2. Skógur til kolagerðar og eldiviðar 3. Rifhrís. Raftskógur var svo nefndur, ef hægt var að fá úr honum 3ja álna langa búta, sæmilega beina, í árefti á peningshús. Kolaskógur var lágvaxnari og kræklóttari, en þurfti að hafa nokkurn gildleika, svo að hann væri góður til viðarkolagerðar. Rifhrís var lágvaxnasta birkikjarrið, sem rifið var upp með rótum - svo sem nafnið bendir til - og notað til eldsneytis, en kannski líka að einhverju leyti til skepnufóðurs. Það var ekki óalgengt í skógasveitum, að "brum" væri gefið skepnum, en svo var nefnt fíngerða limið af birkinu. Skepnur voru vitlausar í "brum" oft og tíðum. 2.3 Verðmæti birkiskógarins: I íslensku þjóðfélagi á fyrri tíð var verðmæti viðarins oft ótrúlega mikið. ílg tek eitt dæmi að austan um þetta.

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.