Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 82

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 82
132 Búnaðarsamband Austurlands stofnsetti og rak gróðrarstöð á Eiðum á árunum 1905 til 1914 og aftur 1926 til 1942. Tilraunastöðin á Sámsstöðum var stofnsett af Búnaðarfélagi islands árið 1927. Var þar á sama hátt og á Akureyri, að Tilraunaráð jarðræktar tók við rekstrinum i kring um 1940 og annaðist hann þar til 1965, að Rannsókna- stofnun landbúnaðarins tók við öllum tilraunastöðvunum, sem tilraunaráðið hafði annast. Tilraunastöðvarnar á Reykhólum og Skriöuklaustri voru settar á stofn 1946 og 1949. Tilraunaráð jarðræktar rak þær fram til 1965 og Rannsókna- stofnunin hefur rekið þær síöan. Á ármurn eftir síðari heimsstyrjöldina þótti ekki annað fært en að hafa tilraunastöö i hverjum landsfjórðungi. Pó að kannski megi segja, að þessar stöðvar hafi aldrei fengið það starfsfé sem þurfti til að koma þeim á góðan rekspöl viröist þó svo sem mikill skilningur hafi verið fyrir tilrauna- og rannsóknastarfsemi á þessum tima. Núna, rúmum þrjátiu árum siðar virðist áhugi ýmissa framámanna einkum beinast að þvi að draga mjög úr starfsemi þessara stofnana og jafnvel vilja margir leggja þær niður. Skilningur manna á öflugri rannsóknastarfsemi virðist sem sagt vera mun minni nú en fyrir ein- um mannsaldri. Að okkar mati er einn mesti gallinn við rekstur tilrauna- stöðvanna skortur á sambandi við byggöarlögin i kring um þær, sem þær ættu að þjóna. Sums staðar virðist jafnvel um hreina óvild vera að ræða og sjá nágrannar ofsjónum yfir hverju einu á stöðvunum. Eins og áður sagði hafa stöövamar átt við verulegan fjárhagsvanda að striða lengst af. Mönnum virðist ekki ljóst, að það er miklu dýrara að reka tilraunastöð en venjulegt bú. Við álitum, að það mætti reyna að taka bún- aðarsamböndin meira inn i starfsemi stöðvanna og tengja þannig bændur og tilraunastarfsemi nánari böndum. Árið 1943 var sauðfjárbúið á Hesti stofnað. Var það rekið af Búnaðar- deild atvinnudeildar háskólans fram til 1965 en siðan af rannsóknastofnuninni. í þessu stutta yfirliti verður enn að minnast á þrjár stofnanir: Til- raunastöö háskólans í meinafræði að Keldum var stofnsett 1948, Tilraunabúið að Laugardælum stofnaö 1952 og Tilraunastöð Bændaskólans á Hvanneyri, sem rekin hefur verið siðan 1955. Atvinnudeild háskólans. Búnaðardeild atvinnudeildar háskólans, eins og stofnunin hét fullum stöfum, hóf starfsemi sina 17. september 1937. Starfsemin var litil fyrstu árin, vegna skorts á starfsliði og ófullnægjandi aðstöðu til þess að geta unnið að hinum fjölþættu og nauðsynlegu viðfangsefnum, sem deildinni var

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.