Ráðunautafundur - 15.02.1986, Blaðsíða 25
15
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1986
LAX- OG SILUNGSELDI
Forsendur, lagaskyldur og fjármögnun
Árni H. Helgason
Veiðimálastofnun
1. INNGANGUR.
Áhugi fyrir fiskeldi á íslandi hefur farið vaxandi hin
síðari ár og í dag gætir mikillar bjartsýni um framtiðar-
möguleika þessarar nýju atvinnugreinar. Þegar fiskeldi er
til umræóu, heyrast gjarnan margvíslegar tegundir fiska og
vatnadýra nefndar sem mögulegar í eldi hér á landi, en í
raun eru það þó eingöngu lax , silungur og ef til vill áll,
sem er raunhæft aó fjalla um sem valkosti. Hér á eftir
veróur einvöróungu fjallaó um eldi á laxi og silungi, og það
einu nafni nefnt fiskeldi.
Af ýmsum ástæðum, sem ekki er ástæóa til aó ræða hér,
hefur þróunin í fiskeldi verió mun hægari hér á landi
undanfarin 10-15 ár heldur en oróið hefur i mörgum nágranna-
löndum okkar. Má jafnvel halda því fram, aó þar hafi gætt
afturhaldssemi og stöónunar. Á þessu hefur þó orðió mikil
breyting á allra síóustu árum, og margir aðilar, bæói
innlendir og erlendir, beina nú athyglinni í vaxandi mæli aó
þessari atvinnugrein og möguleikum hennar.
Síóustu 2-3 árin hafa opnast nýjir möguleikar í að fá
fjármagn til uppbyggingar í fiskeldi, og þaö ásamt björtum
horfum á helstu mörkuóum fyrir laxeldisafuröir, einkum
gönguseiði, hefur hleypt mikilli grósku í byggingu nýrra
eldisstöóva í landinu. Til marks um þetta má benda á, að
milli áranna 1985 og 1986 er gert ráö fyrir fjórföldun í
gönguseióaframleiðslu í landinu og enn frekari aukning er
fyrirsjáanleg á næstu árum.