Ráðunautafundur - 15.02.1986, Blaðsíða 86
-74-
nefna galla sem oft er mjög áberandi, en það eru stutt
hár. Trúlega finnst rúningsmanninum hann ekki hafa rúið
nógu nálægt í fyrstu umferð og rennir þess vegna klipp-
unum aðra umferð. Við þetta skapast massi af stuttum
hárum. Þessi hár fylgja ullinni, hluti af þeim fer úr
við þvott og kembingu, en alltaf verður eitthvað eftir,
og það er þessi hluti sem skapar vandræðin. Þessi stuttu
hár verða að hnökrum í kembingu, sem spillir mjög garn-
gæðum, en sérstaklega er þetta slæmt þegar blandað er
saman litum, því þá eyðileggja hnökrarnir oft heilu
vinnslueiningarnar, sem geta verið mörg þúsund kg, og
sér þá hver maður hvað skaðinn er mikill.
2.3) Frágangur á reyfum skiftir miklu máli, því matsmaðurinn
þarf að fá reyfið í sem heillegustu ástandi, svo matið
geti gengið fyrir sig á eðlilegan hátt.
Sérstaklega þarf að aðgæta ef ullin er rök þegar rúið
er, að hún sé ekki sett blaut í poka, því þá er hætta á
að hún fúni. Staðurinn þar sem gengið er frá reyfunum
þarf að vera þurr og hreinn, æskilegt er að einhvers
konar rimlaborð sé notað við fráganginn, þannig að reyf-
ið sé lagt á þetta borð með toghliðina upp, jaðrarnir
brotnir inn og vafið upp í rúllu. Ullin er síðan sett í
poka og athuga þarf vandlega að allir pokar séu rækilega
merktir.
2.4) 1 sambandi við rúning langar mig að síðustu að minnast á
aðskotahluti í ullinni, sem eru orðnir allt of áberandi
nú á allra síðustu árum. Hér á ég við þræði úr gerviefni
sem koma trulega að mestu úr baggaböndunum, einnig úr
rifnum umbuðum (ullarpokum), svo og snæri sem notað er
við að loka pokunum. Þessir þræðir haga sér yfirleitt á
alveg sama hatt og ullarhárin, og fara þess vegna gegnum
öll vinnslustig og sjást ekki fyrr en búið er að vefa
efnið eða prjona voðina, og kostar þá ómælda vinnu og
erfiði að plokka þessi hár úr, auk þess sem í mörgum
tilvikum er ógerningur að hreinsa þetta úr og varan þar
með ónýt.