Ráðunautafundur - 15.02.1986, Blaðsíða 75
-65-
Tviskinnungur.
Tviskinnungur er galli sem lýsir sér í því aö göt detta á hold-
rosahlið gœrunnar við slípun og spilla henni til mokkavinnslu.
Rannsóknir hafa farið fram á þessum galla allt frá árinu 1968 og
hafa allar niðurstöður bent til þess að um arfgengan galla væri að ræða.
1 2. töflu eru sýndar tölur um arfgengi á tviskinnungi sem fengist
hafa til þessa.
2. tafla. Arfgengi á tviskinnungi úr ýmsum rannsóknum.
Gögnum safnað Arfgengi og Tilvitnun
árið skekkja þess
1968 0,23 + 0,13 Stefán Aðalsteinsson og Karl Bjarnason, 1971
1970 0 28 í 0,10 II
1977 0,36 ± 0,09 Stefán Aðalsteinsson og Jón Tr. Steingrimsson, 1980
1980 og 1981 0,43 + 0,15 Stefán Aðalsteinsson o.fl., 1982
1984 0,65 + 0,18 Emma Eyþórsdóttir og Magnús B. Jónsson, 1985
Samkvaant 2. töflu hefur arfgengi á tvískinnungi farið jafnt og þétt
hækkandi meó árum. Virðist einsætt, að auðvelt er að draga úr
tviskinnungi með markvissum kynbótum.
Viðbrögð iðnaðarins við bættu hráefni.
Fyrirspurn um óskir iðnaðarins.
1 janúar, 1971, var sent bréf til allra ullarþvottastöðva,
ullarverksmiðja og sútunarverksmiðja með spurningalistum þar sem
forsvarsmenn þeirra voru beðnir um að gera grein fyrir þvi hvers konar
hráefni þeir teldu eftirsóknarverðast.
Svör við spurningalistunum sem voru birt í Frey (Stefán
Aðalsteinsson, 1972) voru itarleg og gáfu allvel til kynna hvar umbóta
væri helst þörf.
Helstu ályktanir sem dregnar voru af svörunum voru eftirfarandi:
"Ullarframleiðslan.
Umbætur á ullinni þurfa að verða þær að gulu illhærunum
verði útrýmt, hvita ullin þarf að verða hreinhvit og
mislitirnir hreinir litir.