Ráðunautafundur - 15.02.1986, Blaðsíða 50
-40-
spekt í eldiskeri með laxaseiðum. Og víst er £>að, að eldisseiði
bera alltaf einhver ummerki átaka, og stundum veruleg,
einkanlega & augum og uggum.
En hvernig á pá að halda, pessu viðkvæma umhverfi, sem
seiðae'ldisker er, I pví jafnvægi, sem pörf er á?
Við pessu er ekki til einhlýtt svar, en vist er að par reynir á
eldismanninn umfram annað. Að hann sýni pá samviskusemi, pað
hugarflug og pann skilning, sem parf til pess að láta seiðinu
liða jafn vel, og unnt er. Og pað, sem hægt er að hafa áhrif á
er t.d. lýsingin, straumhraðinn, vatnsmagnið I kerinu og
rennsli I pað, fóðurmagn og kornastærð, umgangur og meðhöndlun
og margt fleira.
Eldisstöðin
Seiði eru alin I eldiskerjum. Kerin eru misdjúp, og mismunandi
að lögun, og er sannarlega ekki full eining meðal sérfræðinga
um pað hvernig kerin eiga að lita út. Skoðanir eru reyndar
skiptar um flest pað er kerin varða, svo sem dýpt, stærð,
lögun, fyrirkomulag að- og frárennslis o.fl. Elestum ber pó
saman um pað, að meðan seiðin eru minnst, pá ber að ala pau I
frekar litlum kerjum og I grunnu vatni. Eftir pvl sem seiðin
stækka er hagræði að pvl að flytja seiðin I stærri og dýpri
ker. Það parf pvl ákveðið hlutfall á milli stórra og smárra
kerja, en heildarpörf fyrir eldisrými stendur I beinu hlutfalli
við fjölda seiða. Stórreksturshagkvæmni verður pvi ekki við
komið hvað kerin varðar.
Seiðaeldi krefst mikils vatns. Vatnið parf að vera 11-14 gr. C
heitt og I flestum tilvikum parf að nota bæði heitt og kalt
vatn, sem blandað er saman, til pess að fá vatn með heppilegan
eldishita. Aðstæður til vatnstöku eru misjafnar og misdýrar.
Vatnsöflun er sennilega I flestum tilvikum umtalsverður hluti
stofnfjárfestingar eldisstöðvar. Alltaf er leitast við að nota
lindarvatn, eða a.m.k. vatn, sem villtur fiskur hefur ekki
komist I tæri við, hvorki beint eða óbeint.
Kostnaður við vatnstöku stendur I einhverju hlutfalli við pað
magn sem afla parf, og oftar en ekki eru slðustu lltrarnir sem.
aflað er dýrari en ef vatnslindin er hóflega nýtt. Það getUr
pvi brugðið til beggja vona með stórreksturshagkvæmni, hvað
vatnsöflun varðar.
Markaður
Þeir sem fylgst hafa með próun markaðar fyrir seiði, hafa
undanfarin ár orðið vitni að stórkostlegum breytingum. Áður
fyrr voru seiði nánast eingöngu seld annars vegar sem 1-1.5 gr.