Ráðunautafundur - 15.02.1986, Blaðsíða 45
-35-
hefur náð 200-500 gr. þunga. Einnig má ala sjóbleikju í 2 ár í
fersku vatni en láta síóan í sjó aó vori til, þá 200-300 gr.
þunga. Henni má svo slátra aö hausti og ætti þyngd hennar þá
aó vera 1-1,6 kg.
Ýmis óleyst vandamál eru þó ennþá varðandi sjóbleikjueldið
og veróur nokkurra þeirra getið hér. Til aó byrja með verður
að ná hrognum úr villtum fiski. Einungis lítill hluti afkom-
endanna hefur sjóbleikjueiginleika (þ.e.a.s. þolir sjó). Óvíst
er hvort kynbætur komi þar að liði. Ennfremur hefur reynst
erfitt að fá rauðan lit á kjötið. Sjóbleikja hefur skert seltu-
þol i köldum sjó. I tilraunum þeim sem gerðar hafa verið í
Noregi hefur verulegur hluti sjóbleikjunnar drepist yfir vetur-
inn.
Regnbogasilungseldi
Lax,urriói og bleikja eru kreist á haustin, en regnboginn á
íslandi er kreistur i aprílmánuði.
Fyrir seiðaeldisstöðvar er þetta ótviræður kostur því
nýting á klakhúsi og eldiskerjum verður betri ef t.d. bæði lax-
og regnbogasilungsseiði eru alin upp i stöðinni.
Klaktiminn hjá regnbogasilungi er mun styttri en hjá laxi,
bleikju og urrióa. I mailok má byrja að fóðra. Vatnið verður
þá aó vera 10-14 gráóu heitt. Það er sama hitastig og laxinn
þarf. Frumfóðrun á regnbogasilungsseiðum er mun auðveldari en
á laxa og bleikjuseiðum.
Viö 10-18°C heitt vatn vaxa seiðin mjög vel og geta náó
u.þ.b. 50-150 gr. þunga i maimánuði að ári, en þá er hægt að
ala fiskinn áfram i fersku eða söltu vatni. 1 Hvammsvikí Hvál-
firði og i Keflavik er regnbogasilungur i sjóbúrum þessa stund-
ina. Einng má geta þess að regnbogasilungur sem keyptur var
til Norður-Noregs (Finnmerkur) i júnimánuói 1985, þá um 700-
100 gr. þungur, var hinn sprækasti 6. janúar siðastlióinn i
1,7°C köldum sjó og át mun betur en lax sem alinn er á sama stað.
Meðalþyngd silungsins var þá um 1 kg. og er þaó svipað og i
Hvammsvik.
Ýmis vandamál fylgja vetrarveðrunum okkar. Það er ekki
hvaó sist stórsjóir, ising og sjávarkuldi sem valda erfiðleikum.