Ráðunautafundur - 15.02.1986, Blaðsíða 46
-36-
En þessa fylgifiska íslenskrar veðráttu má viða losna við með
þvi að ala silunginn i sjó eingöngu yfir sumarið. Að hausti
yrði honum annað hvort slátrað eða hann "geymdur" i fersku
vatni-þar sem svo háttar til. Slátrunin biði þá betri tima,
t.a.m. jóla og útmánaða, þegar markaður er nægur. Einnig mætti
setja hann aftur i sjó næsta vor og láta hann vaxa upp í þriggja
kílóa þunga til slátrunar um haustið.
Eldisferill regnbogasilungs getur því verið nokkuó fjöl-
breyttur eftir aðstæðum.
i fyrsta lagi; Fiskurinn er alinn allt sitt skeið í 10-18
gráðu heitu ferskvatni.
1 öðru lagi: Silungurinn er látinn í sjó að vori (50 gr.
þungur) og slátrað að hausti eftir að hafa allt að þvi tifaldað
þyngd sina i sjávardvölinni.
í þriðja lagi: Silungurinn er alinn tvö ár í fersku vatni
og látinn i sjó að vori, þá 300-1000 gr. þungur. Slátrað að
hausti eða "geymdur" til vetrarsölu.
i fjórða lagi: Þar sem skortur er á heitu vatni er sil-
ungurinn látinn í sjó að vori, tekin "i land” um haustið,
"geymdur" til næsta vors og þá aftur látinn i sjó en slátrað að
hausti.
Þessi síóasti ferill er þó hvað áhættumestur og krefst auk
þess mikillar vinnu.
Mér sýnist margir hafi tapað áttum í þvi laxeldisæði sem
nú geysar. Lykilorðið virðist nú vera að fá útlendinga með í
spilið, þeir hafi fjárráðin og þekkinguna sem til þarf. Núna
siðast fréttum við að norskri sendinefnd. Svo vill til að i
"Norsk fiskeoppdrett", desemberhefti 1985, birtist viðtal við
tvo af sendinefndarmönnum. Þar kemur fram aðþeirvilja reisa
10 risaeldisstöðvar i strandkvium. 1 Noregi var til skamms tima
strandkviaeldisstöð. Hún var lögð niður, bæði vegna þess hve
dýrt var að reka hana, erfiðrar hreinsunar á kerjiim og siðast
en ekki sist að kostnaðarsamt var að losna við úrganginn.- Hann
er saltur og hentar þvi ekki til ræktunar nema með einhverri
vinnslu. I áðurnefndu viðtali hafa Norðmennirnir svör á reiðum
höndum vió úrgangsvandamálinu. Þeir segja m.a. að úrgang sem
gæti numið 200-300 m^ á dag sé auðvelt að losa sig við. A