Ráðunautafundur - 15.02.1986, Blaðsíða 110
-98-
(Stefán Aðalsteinsson o. fl., 1982). Enginn munur fannst á
tviskinnungseinkunn milli einlembinga og tvilembinga.
3.3 Arfgengi tvískinnungs.
1 7. töflu er sýnt mat á arfgengi tviskinnungs fyrir hvort ár um
sig og bæði árin saman.
7. tafla. Arfgengi tviskinnungs og skekkja á arfgengi, metið
1984, 1985 og bæði ár saman. Leiðrétt er fyrir
bæjum/svæðum, fallþunga og aldri.
Arfgengi tviskinnungs i
Ár Fjöldi söltuðum gærum sútuðum skinnum
h 2 SE (h2 )h“SE (h )
1984 548 0,33 0,13 0,67 0,18
1985 969 0,43 0,11 0,62 0,13
Bæði ár 1483 0,46 0,09 0,69 0,11
Allar arfgengistölur i 7. töflu eru raunhæfar (p<0,05). Arfgengi á
tviskinnungseinkunn i síðum i söltuðum gærum reyndist 0,12 með skekkju
0,07, eða mun lægra en á einkunn fyrir tviskinnung i lærum. Fram kemur
i 7. töflu, að arfgengi á tvískinnungi er mjög hátt bæði árin og mun
hærra en fengist hefur i eldri rannsóknum.
Erfðafylgni og svipfarsfylgni milli tvískinnungseinkunna innbyrðis
er sýnd i 8. töflu.
8. tafla Erfðafylgni og svipfarsfylgni tviskinnungs-
einkunna innbyrðis (erfðafylgni ofan við hornalinu).
Eiginleiki Nr 12 3
Tvisk. siöur 1 0,29 0,37
Tvisk. læri 2 0,16* 0,83*
Tvísk. sút.sk. . 3 0,09 0,44*
* p<0,05
fylgnitölum í 8. töf lu má sjá að matsaðferðirnar
notaðar voru á söltuðum gærum hafa misháa fylgni við tviskinnungseinkunn
á sútuóum skinnum. Einkunn fyrir tviskinnung í lærum sýnir mun hærri
fylgni við einkunn á sútuðum gærum og virðist því næmari. Dreifing
einkunna fyrir tvískinnung i lærum á söltuöum gærum annars vegar og á
sútuðum skinnum hins vegar, fyrir 1985, sýnir að 83 % skinna sem fengu
einkunn 4 i seinna mati dæmdust með tviskinnung í salthúsi. Milli 50 og
66 % skinna með einkunn 1-3 dæmdust með tvískinnung i salthúsi og 78%
skinna sem voru án tviskinnungs voru dæmd rétt i salthúsi. Sambærilegt
hlutfall einkunna fyrir tvískinnung i siðum á söltuöum gærum var mun
lakara eins og fylgnitölur í 8. töflu gefa til kynna.
1 stað þess að reikna arfgengi beint á tviskinnungseinkunnir má
hugsa sér eiginleikann sem "threshold character", þ.e. eiginleika sem er
annað hvort til staðar eða ekki án tillits til útbreiðslu i hverju
skinni. (Falconer, 1960). Pá ætti einkunnastiginn að vera 0 og 1 þar