Ráðunautafundur - 15.02.1986, Blaðsíða 64
-54-
Tafla 1 sýnir, hvernig vefjahlutföllin breytast með auknum þunga.
Tölurnar eru mismunandi eftir fjárstofnum, en bréytingin er ávallt í
sömu átt. Fram kemur, að 8 kg þynging á skrokk hækkar hlutfall fitu um
12%-stig og lækkar vöðvahlutfallið um 6%-stig. Jafnframt safnast
sivaxandi hluti fitunnar utan á skrokkinn, en það er ekki sist
yfirborðsfitan, sem stingur í augu neytandans. ÞÓtt ekki liggi fyrir
skilgreind æskilegustu fitumörk, mun ekki fjarri, að þau séu á bilinu
22-28%.
2■ Kynbætur■
Þroskaferill og vefjahlutföll eru arfgengir eiginleikar og
breytileg eftir kynjum og stofnum. Því stærri sem stofninn er að
eðlisfari, þvl minni fita er að jafnaði í skrokknum við ákveðinn þunga.
Ennfremur tengist vaxtarlag fjárins fitusöfnun, þannig að einhliða úrval
fyrir lágfættu fé eykur að öðru jöfnu tilhneygingu til fitusöfnunar.
F1jótvirkasta leiðin til að vinna gegn offitu með kynbótum væri
einfaldlega að velja fyrir grófu byggingarlagi. Það sem hins vegar
mælir gegn þvi, er hversu fljótt slikt mundi spilla mikilvægum kjötgæða-
eiginleikum og skapa þannig önnur og jafnvel alvarlegri markaðsvandamál.
Þéttu byggingarlagi fylgja þykkir vöðvar, sem er mikilvægt atriði bæði
hvað varöar nýtingu kjötsins og lostætni.
Nýlegar rannsóknir hafa sýnt mikinn breytileika i fitusöfnun lamba
án beinna tenglsa við byggingarlag. Þannig kemur fram verulegur munur á
vefjahlutföllum einstakra afkvæmahópa í rannsóknum á Hesti, sem hefur
numið allt að 4%-stigum á vöðva og 5%-stigum á fitu, að jöfnum
fallþunga, milli tveggja hrúta á sama ári. Slikur breytileiki gefur
möguieika á verulegum kynbótaframförum með réttu úrvali, en skipulagðar
afkvæmarannsóknir eru forsenda árangurs á þessu sviði. Þá er og
mikilvægt, að kynbótastarfið taki mið af aðstæðum á hverjum stað, þannig
að i landbestu sveitum, þar sem lömb koma vænst úr högum, velji menn
ekki eins bráðþroska fé eins og i landléttari héruðum.
3. Fóðrun.
Það er velþekkt úr erlendum rannsóknum, að vefjahlutföll skrokksins
fara eftir fóðrun á vaxtartimanum. Það sem höfuðmáli skiptir i þessu
sambandi, er hlutfall orku og próteins i fóðrinu. Vafalitið á þetta
þátt i þvi hve lömb koma misfeit af fjalli i mismunandi árferði, jafnvel
þótt vænleiki sé svipaður. Oft er deilt um réttmæti þess að bata lömb á
ræktuðu landi að haustinu. Varast ber, miðað við núverandi aðstæður, að
fita lömb, sem þegar eru á æskilegu þroskastigi við haustsmölun. Hins
vegar er það reginvilla, að ekki megi bata þroskalitil lömb á grænfóður-
beit og þá einkum hrútlömb. Það er margsannað, að lítt þroskuð lömb
geta haldið áfram eðlilegum vexti á þessum tima og aukið vöðvasöfnun i
eðlilegu hlutfalli við aðra vefi sé þeim beitt á gott land.
Komið hefur fram i rannsóknum, að fituhlutfall í vextinum verður
lægra, sé um próteinrikar beitarjurtir að ræða, svo sem fóðurkál, og
hins vegar að beit sláturlamba á lélegt land getur komið fram i rýrnun
vöðva án þess að fita minnki að sama skapi, enda þótt lömbin þyngist á
fæti.