Ráðunautafundur - 15.02.1986, Blaðsíða 38
28
sleppt í Ellióaár var yfir 98%. Mun meira villtist i
Kollafjöró af seiöum, sem sleppt var i ártúnsá á Kjalarnesi
(33%)en vegalengd úr Kollafirði í báóar þessar ár er
sambærilegar eöa um 10 km. Líklegar skýringar á þessum
mismun liggja í keimlíku vatni i Kollafirói og Ártúnsá en
þaó kemur i báóum tilfellum úr Esjunni. Vatn i Elliðaám
hefur hinsvegar allt annan uppruna. Einnig má hugsanlega
rekja þetta til mikils laxafjölda i Elliðaám en Ártúnsá var
hinsvegar nær laxlaus.
Þær upplýsingar sem hér hafa verið dregnar saman,
benda til þess, aö æskileg vegalengd milli hafbeitarstööva
sé a.m.k. 20 km, og þeim mun lengri ef staðirnir nota vatn
af svipuóum uppruna.
8■ Lokaorð
Hér aö framan hefur verió rætt um nokkur atriði sem
snerta heppilega staöhætti fyrir hafbeit almennt. Hinsvegar
má benda á, aó hægt er aö nýta afrakstur hafbeitar á tvennan
hátt. Annarsvegar meö þvi að slátra endurheimtum fiski, en
hinsvegar aö sleppa laxinum upp i vatnakerfió, ef umrædd á
býöur upp á veiðiaöstöðu, og selja veiðileyfi. Slikur
rekstur hefur nokkuö verió reyndur hjá Dalalax i Saurbæ.
Meó vaxandi feröamannastraum og auknum áhuga á veiöi má
reikna meö aö sú nýting á hafbeitarlaxi gæti skilaó miklu
meiri aröi en slátrun úr kistu. Á afskekktari stöóum getur
oróið verulegur kostnaöur viö aó koma sláturlaxi i
útflutning og mun kostnaðarminna aö fá veióimenn til aó ná
laxinum i ánni, auk þess sem tekjur af veiðileyfasölu gætu
oröið drjúgar. Ekki þyrfti aó skilja eftir klaklax i slikum
ám, þar sem uppeldisskilyrði eru ekki fyrir hendi. Reynslan
hefur sýnt aö auðvelt er aö ná mjög háu hlutfalli af laxi i
minni ánum meö stangveiói.
Hafbeit er ein grein af islenzku fiskeldi sem er
nátengd landsbyggöinni og laxveióiám almennt. Meö aukinni
seiðaframleióslu mun þýóing þessa aukast i vissum