Ráðunautafundur - 15.02.1986, Blaðsíða 44
-34-
RAÐUNAUTAFUNDUR 1986
SILUNGSELDI
Þórir Dan
Laxinn hf., Laxalóni
I erindi þessu mun ég að miklu leyti einskorða mig við
regnbogasilung, en það geri ég fyrst og fremst vegna þess hve
meðfærilegur hann er og mikil reynsla og þekking hefur fengist
á eldi hans.
Eldi á sjóbirtingi hefur litið verió reynt. Einkum stafar
það af þvi hve erfitt hefur verið að frumfóðra seiðin. Þau eru
jafnvandmeðfarin og laxaseiði, vaxa u.þ.b. jafnhratt í fersku
vatni, en hægar i sjó. Verð á sjóbirtingi hefur verið svipað
og á regnbogasilungi, semalinner i sjó og er rauður í kjötið.
Þó er ekki rétt að útiloka sjóbirtingseldi um alla framtið, t.d.
hef ég heyrt af ágætum árangri i frumfóórun sjóbirtingsseiða á
Kirkjubæjarklaustri.
Norðmenn hafa mikinn hug á sjóbleikjueldi einkum i Norður-
Noregi. Markaður fyrir sjóbleikju er óviss, en gæti verið býsna
stór. Til þess að svo verði þarf eflaust öfluga markaðssókn.
Eldi á sjóbleikju er ennþá á tilraunastigi, en i eftirfarandi
orðum ætla ég að reyna að skýra frá helstu kostum og annmörkum
þess.
Seiðadauói meðan á fyrstu fóðurgjöf stendur er svipaður og
hj-á laxi en i ferskvatnseldinu sjálfu deyja mun færri bleikju-
en laxaseiði. Hitastig við frumfóðrun bleikju þarf ekki að
vera nema 8-9°C.
I ferskvatni vex bleikja hraóar en lax við hitastig milli
2-15°C, sérstaklega við lægri hitamörkin. Regnbogasilungur vex
hins vegar mun hraðar en báðar þessar tegundir ef hitinn er yfir
10°C. I sjó vex bleikja hægar en lax og regnbogasilungur.
Þvi er eins farið meó sjóbleikju og regnbogasilung að hana
er hægt að ala í u.þ.b. ár í ferskvatni. Að vori má svo láta
hana i sjóbúr, þá 40-70 gr. þunga, en slátra að hausti, er hún