Ráðunautafundur - 15.02.1986, Blaðsíða 85
-73-
marki og sýna athuganir sem gerðar hafa verið að útkoma
á ullarmati á fé sem verið hefur á stálgrindum er betri
en af trégrindunum.
1.3) Slæðigrindur, sem loka garðanum þegar verið er að gefa,
en liggja svo ofan á heyinu, minnka heymor að miklum
mun. Einnig finnst mér önnur hugmynd sem ég hef heyrt
um nú upp á síðkastið mjög athygliverð, en hún er sú að
loka garðanum alveg frá krónum með plastvegg og jafnvel
að plastið nái alveg niður í garðann, svo féð verði að
'stinga hausnum undir plastið til að komast að heyinu.
Þessi atriði ýta líka undir betri nýtingu á fóðrinu.
Þau atriði sem getið hefur verið um hér að framan, gera
það að verkum að minni skemmdir verða á ullinni af hland
bruna, húsgulku og síður ástæða til að hún þófni. Einn-
ig verður að sjá til þess að ekki sé of þröngt á fénu í
húsunum. Þetta gerir einnig það að verkum að minna mor
verður í ullinni, en að ullin sé laus við mor skiftir
miklu máli í mati, og einnig þegar fara á að vinna úr
ullinni.
2. Þá komum við næst að rúningi og öllu sem að honum snýr.
2.1) Vinnuaðstöðu við rúning þarf að vanda alveg sérstaklega,
og láta ullina ekki taka í sig bleytu, skít og mor.
Mislitt fé á alltaf að rýja á eftir hvíta fénu, svo dökk
hár úr mislitu ullinni blandist ekki saman við hvítu
ullina. Mislitu ullinni á að halda sér eftir litum og
aldrei láta hana saman við hvíta ull.
Rýja þarf á hreinum stað og sópa rúningsstað vandlega
áður en rúningur hefst, og einnig þegar skift er á milli
lita .
2.2) Rúningurinn sjálfur er mikið vandastarf og ástæða til að
leggja áherslu á að setja ekki óvana menn í þetta starf,
nema undir leiðsögn kunnáttumanna. Sérstaklega vil ég