Ráðunautafundur - 15.02.1986, Blaðsíða 106
-94-
bæói árin, sem komu til uppgjörs og mats á arfgengi.
1. tafla. Fjöldi lamba, lambafeóra og búa í tviskinnungs-
rannsóknum 1984 og 1985. (Sjá skýringar í texta).
Fjöldi lamba Fjöldi bæja Fjöldi hrúta Meðalfjöldi á hrút
1984 548 8 42 13,0
(514) (6) (35) (14,6)
1985 alls 969 48 68 14,2
a) 303 3 24 12,6
1985 b) 265 9 11 24,1
c) 401 36 33 12,1
Bæði ár 1483 54 100 14,8
1 sviga eru fjöldatölur fyrir 1984, sem eiga vió sameiginlegt upp-
gjör fyrir bæói árin saman. 1 heildaruppgjöri beggja ára voru bæir
flokkaðir eftir svæóum og sleppt lömbum frá Hvitarhlið og Smáhömrum
1984, þar sem ekki var ljóst hvort þau ættu samleið meó öórum bæjum á
sama svæói. Hins vegar voru gimbrar og einlembingar, sem sleppt var
1984 tekin meó i heildaruppgjör. Fjöldatölur i 1. töflu fyrir bæði ár
eiga við sameiginlegt uppgjör fyrir bæói árin. Þrir hrútar frá
Stóra-Ármóti áttu afkvæmi i rannsókninni bæöi árin og þess vegna er
heildarfjöldi hrúta 100 en ekki 103. Þrir hrútar, sem prófaðir voru á
Hesti 1984, áttu afkvæmi úr sæðingum 1985 og koma fram sem aðskildir
einstaklingar i sameiginlegu uppgjöri.
Stærö afkveemahópa var mjög breytileg. Sleppt var afkvæmum undan
öllum hrútum sem áttu færri en 5 lömb og stærsti afkvæmahópurinn var 48
lömb. Einnig var sleppt lömbum sem ekki höföu skráðan fallþunga og
aldur.
2.2 Skilgreining einkunna.
Tviskinnungur var metinn á tveimur vinnslustigum bæöi ár, annars
vegar á söltuðum gærum og hins vegar á sútuðum skinnum. Einkunnir voru
skilgreindar sem hér segir:
a) Tviskinnungur i söltuðum gærum.
0 = enginn tviskinnungur
1 = tvískinnungur sjáanlegur
Mat á söltuðum gærum fór þannig fram, að skorin var örmjó ræma af
gærunni aftan í lærum og ef innsta lag skinnsins virtist laust frá i
sárinu, fékk gæran einkunnina 1 fyrir tviskinnung.
Haustið 1985 var gerð tilraun meö viðbótarmat á söltuðum gærum með
þvi að taka á holdrosanum í siðum gærunnar með fingurgómunum og meta
hvort innsta lag skinnsins væri laust frá. Þessi einkunn var einnig
gefin sem 0 og 1.