Ráðunautafundur - 15.02.1986, Page 87
-75-
3. Mig langar aðeins að minnast á matið sjálft.
1 viðtölum við menn í seinni tíð hef ég fengið það á tilfinn-
inguna að það séu ekki allir sem átti sig á því hvernig mat-
ið er framkvæmt, þess vegna ætla ég að lýsa því í stórum
dráttum.
Þegar ullin kemur inní matsstöðina, er innlegg hvers bónda
tekið og viktað inn, sérstaklega. Síðan er ullin tekin úr
pokunum, hvert reyfi fyrir sig (þess vegna skiftir miklu máli
að frágangur sé góður við rúning). Það er lagt slétt a rimla-
borð. Mikilvægt er að lýsing sé góð og er æskilegast að ljós
sé um það bil í augnhæð, eða 80-90 cm fyrir ofan borðið.
Reyfið er skoðað á innraborði og jöðrum, til að finna hvort
rauðgular illhærur eru í þeim. Ef þær finnast aðeins á skækl-
um eða jöðrum reyfisins, eru þeir teknir frá. öskemmd jaðra-
ull fer í 1. flokk ef hún er lítið gul, en 2. flokk ef hún
er mikið gul. Klepruð eða skemmd jaðraull fer í 3. flokk.
Ef rauðgular illhærur finnast í reyfinu sjálfu, fer það ekki
í úrvaisflokk.
Toghliðin er næst skoðuð á reyfum sem koma til greina í
úrvalsflokk. Klepraull úr lærum og ull með mori í hálsi fer
í 3. flokk. Gróft tog úr lærum, óskemmt, fer í 1. flokk og
sömuleiðis reyfið allt, ef það er með gróft tog og lítið þel.
Sé toghliðin mjög blökk eða stækjugul, þannig að búast megi
við áberandi gulum togbroddum eftir þvott, fer reyfið að
hluta eða allt saman í 1. flokk. Ef reyfið er áberandi þóf-
ið, fer það í 3. flokk.
Þetta var lýsing á þeim reglum sem farið er eftir við mat á
úrvals ull, svo eru einnig lýsingar fyrir aðra flokka, en ég
tel ekki þörf á að fara út í það hér, því ég tel þessa lýs-
ingu gefa góða mynd af því hvernig að matinu er staðið.
Nokkur atriði langar mig að minnast á sem tengjast matinu.
a) Að hvetja bændur til að koma og fylgjast með matinu, ekki