Ráðunautafundur - 15.02.1986, Side 64

Ráðunautafundur - 15.02.1986, Side 64
-54- Tafla 1 sýnir, hvernig vefjahlutföllin breytast með auknum þunga. Tölurnar eru mismunandi eftir fjárstofnum, en bréytingin er ávallt í sömu átt. Fram kemur, að 8 kg þynging á skrokk hækkar hlutfall fitu um 12%-stig og lækkar vöðvahlutfallið um 6%-stig. Jafnframt safnast sivaxandi hluti fitunnar utan á skrokkinn, en það er ekki sist yfirborðsfitan, sem stingur í augu neytandans. ÞÓtt ekki liggi fyrir skilgreind æskilegustu fitumörk, mun ekki fjarri, að þau séu á bilinu 22-28%. 2■ Kynbætur■ Þroskaferill og vefjahlutföll eru arfgengir eiginleikar og breytileg eftir kynjum og stofnum. Því stærri sem stofninn er að eðlisfari, þvl minni fita er að jafnaði í skrokknum við ákveðinn þunga. Ennfremur tengist vaxtarlag fjárins fitusöfnun, þannig að einhliða úrval fyrir lágfættu fé eykur að öðru jöfnu tilhneygingu til fitusöfnunar. F1jótvirkasta leiðin til að vinna gegn offitu með kynbótum væri einfaldlega að velja fyrir grófu byggingarlagi. Það sem hins vegar mælir gegn þvi, er hversu fljótt slikt mundi spilla mikilvægum kjötgæða- eiginleikum og skapa þannig önnur og jafnvel alvarlegri markaðsvandamál. Þéttu byggingarlagi fylgja þykkir vöðvar, sem er mikilvægt atriði bæði hvað varöar nýtingu kjötsins og lostætni. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt mikinn breytileika i fitusöfnun lamba án beinna tenglsa við byggingarlag. Þannig kemur fram verulegur munur á vefjahlutföllum einstakra afkvæmahópa í rannsóknum á Hesti, sem hefur numið allt að 4%-stigum á vöðva og 5%-stigum á fitu, að jöfnum fallþunga, milli tveggja hrúta á sama ári. Slikur breytileiki gefur möguieika á verulegum kynbótaframförum með réttu úrvali, en skipulagðar afkvæmarannsóknir eru forsenda árangurs á þessu sviði. Þá er og mikilvægt, að kynbótastarfið taki mið af aðstæðum á hverjum stað, þannig að i landbestu sveitum, þar sem lömb koma vænst úr högum, velji menn ekki eins bráðþroska fé eins og i landléttari héruðum. 3. Fóðrun. Það er velþekkt úr erlendum rannsóknum, að vefjahlutföll skrokksins fara eftir fóðrun á vaxtartimanum. Það sem höfuðmáli skiptir i þessu sambandi, er hlutfall orku og próteins i fóðrinu. Vafalitið á þetta þátt i þvi hve lömb koma misfeit af fjalli i mismunandi árferði, jafnvel þótt vænleiki sé svipaður. Oft er deilt um réttmæti þess að bata lömb á ræktuðu landi að haustinu. Varast ber, miðað við núverandi aðstæður, að fita lömb, sem þegar eru á æskilegu þroskastigi við haustsmölun. Hins vegar er það reginvilla, að ekki megi bata þroskalitil lömb á grænfóður- beit og þá einkum hrútlömb. Það er margsannað, að lítt þroskuð lömb geta haldið áfram eðlilegum vexti á þessum tima og aukið vöðvasöfnun i eðlilegu hlutfalli við aðra vefi sé þeim beitt á gott land. Komið hefur fram i rannsóknum, að fituhlutfall í vextinum verður lægra, sé um próteinrikar beitarjurtir að ræða, svo sem fóðurkál, og hins vegar að beit sláturlamba á lélegt land getur komið fram i rýrnun vöðva án þess að fita minnki að sama skapi, enda þótt lömbin þyngist á fæti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.