Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 67
57
5-15 kg N/ha talin koma úr andrúmslofti og með ryki, nitumám meðtalið. Á stykki í Rotham-
sted á Englandi, sem nefnt er Wilderness, hafa niðurstöður fjölþættra rannsókna sýnt að nitur-
nám örvera hafi að líkindum verið um 39 kg/ha á ári í um það bil öld án þess að um niturnám
belgjurta sé að ræða (Dart 1986). Þótt ekki sé hægt að líta svo á að 90 kg/ha séu mat á nitur-
nárni á Skriðuklaustri er í rauninni ekkert ólíklegt að við bestu skilyrði á íslandi geti það verið
rneira en í einu tilteknu stykki á Englandi.
Bjarni Helgason (1998) fann minna lífrænt efni í jarðvegi í túnum á Suðurlandi og
Vesturlandi eftir því sem lengra var liSið frá ræktun. Meðaital kolefnis í jarðvegi var (fjöldi
sýna í sviga) 6,17 (15), 5,14 (9) og 4,87 (7) % C í túni ræktuðu á tímabilunum 1960-69,
1950-59 og <1950. Á Vesturlandi voru gildin hærri og munurinn meiri, en aldursdreifingin
lítil. Höfundur túlkar niðurstöðurnar þannig að gengið hafi á lífrænt efni í jarðvegi. Hann
leiðir þó ekki rök að því að úrtakið af ræktunarlandi hafi verið sambærilegt öll tímabilin. Því
er hugsanlegt að þessi munur hafi verið áður en landið var ræktað, enda er breytileikinn
mikill. Nokkur tún voru þó á mýrlendi þar sem reikna má með eyðingu lífræns efnis. Þessar
niðurstöður er því ekki unnt að taka sem sönnun þess að það gangi á lífrænt efni í íslenskum
túnum.
Víðs vegar má finna bletti, bæði á ræktuðu landi og óræktuðu, sem eru sérstaklega
gróskumiklir. Sumir þeirra voru nytjaðir sem engi um aldir og tilraun nr 19-54 á Skriðu-
klaustri hefur verið á einum þessara bletta. Á Hvanneyri hófst árið 1978 tilraun þar sem sauð-
atað er borið saman við tilbúinn áburð. I upphafí gáfu reitir með sauðataði minni uppskeru en
reitir sem fengu sambærilegt magn niturs í tilbúnum áburði eins og við mátti búast. Þessi
munur minnkaði þó ört og frá sjötta tilraunaári hefur sauðataðið gefið fyrst jafnmikið og síðar
meira en viðmiðunin (Ríkharð Brynjólfsson 1992). Nærtækust skýring er að urn áhrif snefil-
efna sé að ræða, en ekkert scrstakt bendir til að svo sé. Önnur skýring gæti verið að ástand og
eðli jarðvegs hafi með fárra ára notkun sauðataðs breyst í áttina að því sem ríkir á umræddum
frjósömum blettum. Ef svo er ætti þetta ástand að haldast þótt notkun sauðataðs sé hætt. Það
var gert í eitt ár, 1992, og héldust þá áhrifrn, en þau minnkuðu revndar í bili næstu tvö ár þótt
fyrri nreðferð væri tekin upp að nýju (Ríkharð Brynjólfsson 1999). Það er verðugt verkefni að
finna hvort og þá hvernig breyta megi ástandi túns þannig að það fari að gefa af sér rneira
nitur án áburðar en almennt gerist. Hætt er við að umferð þungra véla vinni gegn því.
Á frjósömu túni, þar sem spretta er minna háð notkun nituráburðar en almennt gerist, er
ástand annarra næringarefna eflaust að jafnaði gott. Sérstök ástæða er þó til að hyggja að jafn-
vægisreikningum á slíku túni því að með mikilli uppskeru er meira nurnið brott af næringar-
efnum eins og fosfór og kalíi. Því getur verið rétt að nota fremur steinefnaríkan blandaðan
áburð eða áburðarblöndu á frjósömustu túnin til þess að ekki gangi á forða næringarefna.
Fosfór
Fosfór hefur þá sérstöðu meðal áburðarefna að notkun umfram þarfir hefur að jafnaði ekki
skaðleg áhrif. Fosfór má ekki skorta ef hann á að vera nægur í fóðri. Hann binst í jarðvegi og
því er hættan á útskolun lítil sem engin, a.m.k. þegar borið er á tún. Helsta undantekningin er
afrennsli á yfirborði, t.d. þegar búfjáráburður er borinn á á óheppilegum tíma. Notkun á fosfór
hefur lengi verið umfram þarfir, bæði hérlendis og erlendis. Töluvert hefur dregið úr þessari
umframnotkun. bæði til sparnaðar og til að ganga ekki að óþörfu á verðmætar nárnur fosfór-
grýtis. íslendingar hafa þó verið nokkuð seinir til (Jóhannes Sigvaldason 1991, Magnús Ósk-
arsson 1998. Árni Snæbjörnsson og Jóhannes Sigvaldason 1998).
Til þess að áburðarástand sé fullnægjandi þarf annars vegar að vera nægilegt magn í jarð-
vegi (kapasítet) og hins vegar styrkur (intensítet) (Sigfús Ólafsson 1974). Það á einkum við
urn fosfór að magn getur verið nægilegt þótt styrkur sé ófullnægjandi. Með áburðargjöf