Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 117
107
RÁÐUNAUTRfUNDUR 2001
Áhrif aukinnar skógræktar
Þröstur Eysteinsson
Skógrœkt ríkisins
LANDSHLUTAVERKEFNIN
Með afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2001 var landshlutabundnu skógræktarverkefnunum gefm
byr undir báða vængi. Stjómvöld hafa loks tekið upp þá stefnu, sem Skógrækt ríkisins hefur
barist fyrir síðan 1965, að hvetja til ræktunar nýrra skóga með því að gefa eigendum og um-
ráðamönnum lands kost á að fá framlög til skógræktar á eigin landi. Framlög til nytjaskóg-
ræktar á bújörðum hafa reyndar verið til staðar síðan 1970 á afmörkuðum svæðum og undir
ákveðnum formerkjum. Breytingin nú felst í því að (1) landshlutabundin skógræktarverkefni
munu fljótlega ná til landsins alls, (2) ekki er lengur eingöngu miðað við það markmið að
rækta skóg til timburframleiðslu og (3) mikil aukning er á íjárveitingum, sem þýðir að (4)
landeigendur um land allt geta nú tekið þátt í skógræktarverkefnum.
Mikill áhugi er á þátttöku í þessum verkefnum og eru biðlistar upp á nokkur hundruð
bænda hjá þeim samanlagt. Eftir 2-3 ár verða skóg- eða skjólbeltaframkvæmdir hafnar á urn
10% jarða í landinu og stefnir í a.m.k. 30% jarða á næsta áratug ef dæma má af þróuninni á
innanverðu Fljótsdalshéraði. Þátttaka takmarkast í upphafi hvers verkefnis af hraða undirbún-
ings og þeirrar vinnu að koma mönnum í gang en síðan af þeim fjárveitingum sem verkefnin
fá. Hins vegar má búast við að Qármagn fmnist ef greinilegur áhugi er fyrir hendi.
MARKMIÐ MEÐ SKÓGRÆKT
Undir formerkjum landshlutabundnu skógræktarverkefnanna er stunduð skógrækt með
þrennskonar markmið að leiðarljósi, þ.e. til (1) timburframleiðslu, (2) landbóta og (3) skjóls.
Þessi markmið fara gjarnan vel saman og oft samrýmast þau einnig fjórða algenga mark-
rniðinu með skógrækt, þ.e. til vndis og útivistar, þannig að iðulega er talað um fjölnytjaskóg-
rækt.
í timburskógrækt er lögð áhersla á að skapa auðlind, að skógurinn gefi einhvern tíma af
sér verðmæti, einkurn í formi viðar. Þetta markmið setur okkur skorður varðandi tegundaval
og val á landi, auk þess að einskorðast við ákveðin landsvæði. Sitkagreni er sú trjátegund sem
mestar vonir eru bundnar við, en eítir landshlutum geta rússalerki, alaskaösp, hvítgreni, rauð-
greni og e.t.v. nokkrar aðrar tegundir eimrig nýst til timburframleiðslu. Neðanverðar hlíðar,
einkum inn til landsins, þar sem jarðvegur er sæmilega þykkur eru þau svæði sem henta best
til timburskógræktar. Þótt tilraunir hafi verið gerðar til að draga svokölluð nytjaskógamörk þá
eru ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum. Til eru dæmi þess að skógrækt gangi bölvan-
lega á svæðum innan þeirra marka, s.s. í Mosfelli í Grímsnesi, og að hún gangi ágætlega utan
þeirra. Til dærnis er ekki annað að sjá en að í hlíðum á höfúðborgarsvæðinu, s.s. Öskjuhlíð og
Viíilsstaðahlíð, sé að vaxa upp timburskógur af sitkagreni.
Landbótaskógrækt er samheiti sem nær yfir nokkur mismunandi markmið. Þau helstu eru
skógrækt til jarðvegsverndar, til uppgræðslu örfoka lands. til vistheimtar (endurheimt birki-
skóglendis) og til að bæta land til nytja, s.s. til beitar eða til berja- eða sveppatínslu. Hér er
tegundaval talsvert rýmra og gjaman lögð áhersla á harðgerar og nægjusamar trjátegundir
eins og birki, lerki, stafafuru og elri. Þá eru að sjálfsögðu ekki gerðar sömu kröfur til land-