Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 154
144
að mjólkurgæði stjórnast mun frekar af þáttum er lúta að handbragði, en byggingum eða
tækni (t.d. Torfi Jóhannesson 1993, Fenlon o.fl. 1995, Barkema o.fl. 1999a). Hér eru það
smáatriðin sem skipta máli og erfitt er að kaupa sig frá vandamálunum.
Það sama á við um afköst við hefðbundnar mjaltir. Nýlegar mælingar í 8 mjaltabása-
fjósum hérlendis sýndu að vinna við mjaltir var 7,4 mín á kú og dag. Staðalfrávik mælinga
var 2,5 mín (Eiríkur Blöndal 2000). Sænskar vinnumælingar sýndu að dagleg mjaltavinna í
lausagöngufjósi með mjaltabás tók frá 3 til 5,6 mín á kú (Jonsson 1993). Danskir staðlar gera
ráð fyrir 3-5 mín á kú allt eftir stærð mjaltabáss (Landbrugets informationskontor 1993).
Þessar niðurstöður, sem allar byggja á svipuðu tæknistigi, hljóta að vekja meim til um-
hugsunar um gildi skipulegra og agaðra vinnubragða við mjaltir.
Handbragð bónda skiptir líka verulegu rnáli við umgengni um kýrnar. Seabrook (1984)
sýndi að tveir mjaltamenn í eins mjaltabásum áttu mjög misauðvelt með að fá kýr inn í
mjaltabásinn. Hjá öðrum tók það að meðaltali 14,3 sek en hjá hinum 8,0 sek. í annarri
rannsókn var hópur kúa meðhöndlaður reglulega af tveimur mönnum (Rushen o.fl. 1999).
Annar strauk þeim og klappaði, en hinn sló þær með plastspaða og hrópaði að þeim. Síðan
voru kýrnar mjólkaðar í návist hvors mamis fyrir sig. Engin áhrif nrældust af góðri meðferð,
en í návist þess manns er veitt hafði kúnum óþægilega meðferð jukust mjólkurleifar í júgra
um 70% og hjartsláttur kúnna varð marktækt örari. Einnig hefur verið sýnt frarn á að slys á
kúm og mönnurn af völdum hyrndra gripa eru minni í íjósum þar sem kýr eru hændar að
mjaltamönnum. en þar sem svo er ekki (Waiblinger 1996).
Fyrst eigindi/hæftleikar bóndans skipta svo miklu rnáli þá hlýtur að vera áhugavert að
skoða ástæður þessa munar milli rnanna. Þetta hefúr verið gert í nokkrum rannsóknum.
Barkema o.fl. (1999b) notaði „cluster" greiningu til að skipta 300 hollenskum bændum í tvo
hópa með hliðsjón af handbragði. Handbragð annars hópsins var skilgreint sem ,,hreinlegt og
nákvœmt“, en handbragð hins sem „hraðvirkt og sódcilegr. Meginmunurinn var sá að fyrri
hópurinn vann verk sín af nákvæmni ferkar en hraða, en sá seinni af hraða frekar en ná-
lcvæmni. Mjög rnikil fylgni reyndist milli vinnustíls og frumutölu hjarðar, hreinu og nákvæmu
bændunum i vil.
Aðrar rannsóknir ganga lengra og greina sálfræðilega prófíla mismunandi bænda. Á þann
hátt má skýra hluta af breytileika í nyt rnilli búa, hversu gæfar kýrnar eru og þar með hversu
lipurt verk eins og mjaltir ganga fyrir sig (Hemsworth o.fl. 1993, Seabrook 1995, Waiblinger
og Menke 1999).
Hvernig ber að túlka þessar rannsóknir? Einn möguleiki er að staðhæfa að til séu góðir
mjaltamenn og slærnir mjaltamenn og þannig hafi það alltaf verið og fátt sé við því að gera.
Ekki sé hægt að breyta persónuleika rnanna rneð ráðgjöf. En annar möguleiki er að reyna að
greina handbragð þeirra bænda er ná góðum árangri og kenna hinum lakari handbragóið.
Flestar rannsóknir benda til þess að þetta sé vel gerlegt. Barkema o.fl. (1999b) fundu að sömu
aðgerðir til lækkunar frumutölu virkuðu eins vel hjá „hraðvirku og sóðalegu" bændunum og
þeim „hreinlátu og nákvæmu". Munurinn fólst frekar í þvi að þeir síðarnefndu voru líklegri til
að taka upp þessar aðgerðir af sjálfsdáðum.
Aðrir hafa bent á að einföld atriði eins og það að tala við kýr í stað þess að tala til þeirra,
sem og að strjúka þeirn og klappa reglulega, ráða rnjög miklu urn hversu gæfar þær em og
hversu lipur umgengni um þær er (Seabrook 1994, Rushen o.fl. 1999, Waiblinger og Menke
1999).
Niðurstaða þessa kafla er að gæði vinnubragða mjaltamanns er ráðandi um vinnuafköst,
mjólkurgæði og viðmót kúa. Gæði vinnubragða við mjaltir ráðast bæði af persónuleika
mjaltamanns og þeirri þjálfun og þekkingu sem hann hefur tileinkað sér.